top of page

Ertu útskrifaður jógakennari
en vilt bæta við kunnáttuna?

Amarayoga býður upp á framhaldsnám fyrir þau sem hafa lokið 200 tíma grunnnámi sem jógakennarar.

Námskeiðin gilda sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi á vegum Amarayoga. 

Að uppfylltum kröfum er veitt staðfestingarskjal eftir hvert námskeið sem er þannig fullgilt framhaldsnám á því sviði sem tekið er fyrir.

Ef þú vilt fylgjast með og fá fréttir af námskeiðunum, endilega hafðu samband á amarayoga@gmail.com og skráðu þig á póstlista.

Námið er samþykkt af Yoga Alliance (www.yogaalliance.org) og Jógakennarafélagi Íslands (www.jogakennari.is).

Heimspeki jóga - 25 stundir - kennt í gegnum netið

Á þessu námskeiði skoðum við ræturnar og jarðveginn. Við kynnumst Vedunum lítilsháttar og skoðum valda kafla úr Upanishad ritunum. Svo skoðum við þau tvö rit sem helst eru þekkt innan jógaheimsins: Bhagavad Gita og Jógasútrur Patanjalis.

Nemendur fá aðgang að fyrirfram uppteknum fyrirlestrum um efnið sem hægt er að skoða þegar vel stendur á. Við munum hittast nokkrum sinnum í gegnum Zoom, til að ræða málin og fá svör við spurningum sem kunna að koma upp. Nemendur þurfa að leysa nokkur verkefni heima og senda inn til yfirferðar.

Dagsetningar verða birtar fljótlega og þá verður einnig birt nánara fyrirkomulag.

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um kennsluna.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

Ekkert mælir á móti því að áhugasamir geti tekið þátt, en einungis jógakennarar með 200 tíma grunn fá skírteini í lokin.

Verð kr           og skal greitt við skráningu. 

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Kennslutækni - 25 stundir 

Kennslu tækni.png

Hér æfum við kennslutækni. Við skoðum hvernig fólk lærir á mismunandi hátt og hvernig við nálgumst mismunandi gerðir af nemendum. Við æfum okkur í að setja saman tíma, vinnustofur og lengri námskeið. Við skoðum flóknari asönur og hvernig við getum kennt þær. 

Kennslan fer fram á þremur teimur helgum, kl 13:00-18:00 á laugardögunu og kl. 09.00 - 17:00 á sunnudögunum, með klukkustundar hléi í hádeginu.

Kennsludagar: 21-22 september og 5-6 október 2024

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, skilningarvitin sem við notum þegar við lærum. 

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Rödd jógakennarans - 25 stundir

Pranayama.png

Hér skoðum við öndun og loftskipti líkamans, pranayama öndunaræfingar og hvernig við leiðum fólk í gegnum þær æfingar, ásamt því að leiða asana tíma með áherslu á pranayama. Við fáum svo æfingu í raddþjálfun með Vigdísi Gunnarsdóttur, leikkonu.  

Kennslan fer fram á tveimur helgum, kl 13:00 - 17:00 á laugardögum og 09.00 - 17:00 á sunnudögum, með klukkustundar hléi í hádeginu. Einnig verður fræðsla á netinu.

Kennsludagar: 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í öndunarfærin og loftskipti líkamans.

Vigdís Gunnarsdóttir, leikkona, hjálpar okkur að ná í bestu röddina okkar.

Kennsludagar: 19-20 október og 2-3 nóvember 2024

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Tantrayoga kennaranám - 50 stundir 

308376324_596997185434144_7864194522624138787_n.jpg
IMG_1081.HEIC

Á þessu námskeiði skoðum við hvað tantra raunverulega er og hvernig það hefur þróast til dagsins í dag. Tantra var oft kallað "Leið möntrunnar" þar sem möntrur spila svo stórt hlutverk í aðferðunum. Annað sem einkennir tantra eru stækkun Samkhya sköpunarkerfisins, innvígslur og fyrirferðarmiklar athafnir. Tantra tekur inn gyðjurnar sem kvenhlið almættisins sem birtist í sköpuninni sem shakti. Tantra á sér tvær hliðar, "hægri handar" og "vinstri handar", og vegna þess hversu vinstri handar leiðin fór mikið á skjön við viðurkenndar hefðir hefur tantra fengið á sig slæmt orð sem leið galdra og kukls. Það sem aðgreinir vinstri handar leiðina frá þeirri hægri eru "emmin fimm" sem eru neysla (við athafnir) á kjöti, fiski, brenndum grjónum, alkóhóli og kynlífi, allt orð sem byrja á m á sanskrít.

Við skoðum hefðina eins og hún var og eins og hún hefur skilað sér til okkar í dag. Við skoðum möntrur og tilgang þeirra, yöntrur og tilgang þeirra, hvað puja er, diksha ofl. Við skoðum orkustövarnar og hvernig við getum nýtt okkur þær við hugleiðslu. Og við kynnumst gyðjunum, matríkunum og viskugyðjunum 10 og hvernig þær geta hjálpað okkur ef við viljum. 

Kennari: Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500.

Kennt er yfir 4 helgar.

Næst kennt: vorönn 2025

Jóga anatómía - 25 stundir 

Jóga anatómía og hvernig hægt er að aðlaga jógastöður svo þær henti sem flestum. (2).png

Í þessum hluta skoðum við jógaæfingarnar út frá anatómíu líkamans. Við skoðum algeng meiðsli, bæði þau sem geta orðið í jógaástundun og þau sem nemendur koma með til okkar. Við skoðum hvernig má aðlaga jógastöður að mismunandi líkömum ofl.

 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, YACEP, fer yfir það hvernig við getum aðlagað jógastöðurnar að einstaklingum og nýtt okkur hjálpartæki eins og kubba og bönd. Hún fer einnig yfir það hvernig við þurfum að taka tillit til mismunandi líkama, til dæmis hvernig sumir hafa lengri liðbönd en aðrir og hvernig við tökum tillit til þess.

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel yfir líffræði stoðkerfisins .

Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari, mun fara yfir algeng meiðsli og hvað ber að hafa í huga.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

Verð kr 

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Hatha Yoga, út frá sögunni - 50 stundir 

Á þessu þriggja helga námskeiði skoðum við hvaðan líkamlegu jógastöðurnar eru komnar. Við skoðum forsöguna, upp úr hvaða jarðvegi hefðin er sprottin. Svo lesum við Hatha Yoga Pradipika, ritið sem Swatmarama skrifaði á 14. öld og skoðum hvað hann vildi kenna okkur. Að lokum skoðum við endurkomu hatha yoga á tuttugustu öldinni og hvað hefur breyst til dagsins í dag.

Þetta námskeið telst sem CE einingar hjá Yoga Alliance (50t). 

​Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um kennsluna.

Kennsluhelgar: 

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Greiða skal 10.000.- staðfestingargjald við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst frá heildarverði.

Verð kr. 

Amara Nídra kennaranám - 50 stundir 

yoga nidra.png

Jóga nídra er mögnuð aðferð til að hjálpa fólki við að ná djúpri slökun. Í þessu ástandi, milli svefns og vöku, er svo mögulegt að vinna með alskonar hluti sem geta verið að plaga fólk, svo sem streitu, óöryggi og ýmislegt annað, smærra og stærra. Þar fyrir utan eru tímarnir bara yndisleg slökun og góð leið til að hjálpa fólki við að ná góðum nætursvefni.

Það sem gerir jóga nídra námið í Amarayoga sérstakt er að í þessu námi skoðum við ekki eingöngu jóga nídra eins og það er kennt í dag, heldur skoðum við einnig hefðina sem aðferðin tengist, hið tantríska laya jóga. Við skoðum hugmyndafræðina og mismunandi aðferðir, og skoðum hvernig við getum nýtt okkur fornar hugmyndir um viskugyðjurnar tíu og orkuna sem hver þeirra færir okkur. Við fáum fræðslu um taugakerfi líkamans og skoðum hvernig við getum nýtt jóga nídra til að þjálfa líkamann í að gefa eftir. Það hjálpar okkur í gegnum eril daglegs lífs og getur hjálpar okkur til að sofna fyrr og sofa betur.

Nemendur fá að spreyta sig á að semja sín eigin handrit og fá gott rými til að æfa að leiða tíma.

Þetta nám fer fram á 3 helgum og upptökur af mismunandi tímum verða aðgengilegir gegnum netið. Einnig er ætlast til að nemendur mæti í æfingatíma hjá hvorum öðrum.

Kennt er kl 09:00-18:00 á laugardögum og 9:00-17:00 á sunnudögum, með klukkustundar hléi í hádeginu.

Auk þess finnum við tíma fyrir æfingakennslu í Amarayoga eða með aðstoð zoom.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amayayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Ásta María, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni.

Íris Thorlacius Hauksdóttir fræðir nemendur um taugakerfi líkamans. 

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Staðfestingargjald (óafturkræft), kr. 10.000.-, greiðist við skráningu og dregst af heildarverði.

Jóga og Ayurveda - 25 stundir 

Yoga og ayurveda.png

Í þessum hluta skoðum við hin fornu fræði ayurveda og hvaða hugsun liggur að baki þeim. Við skoðum hvernig ayurveda skiptir fólki í mismunandi líkamsgerðir og hvernig mismunandi líkamsgerðir þurfa mismunandi nálgun á jóga.

 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, YACEP og ayurveda lífsstílsleiðbeinandi frá American Institude of Vedic Studies, kennir grunn ayurveda fræðanna og hvernig mismunandi jóga hentar mismunandi líkamsgerðum. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel yfir starfsemi meltingarkerfisins.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Kennt er:

 

Einnig fá nemendur fyrirlestra í gegnum netið, en þeir eru teknir upp fyrirfram þannig að hvert og eitt getur horft þegar hentar.

Verð fyrir Jóga og ayurveda er kr

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Hugleiðslukennaranám - 25 stundir 

Viltu læra að stunda og leiða hugleiðslu (1).png

Hér er á ferðinni kennaraþjálfun þar sem við förum yfir aðferðir við hugleiðslu og hvernig við getum leitt hugleiðslutíma.

Kennslan fer fram á þremur helgardögum kl. 09:00-17:00.

Þau sem taka þátt í gegnum netið fá aðgang að kennsluefni á annan hátt. Þeim er svo velkomið að vera með staðnemunum á lokadeginum.

Nemendur æfa sig sjálfir að hugleiða, að leiða aðra í gegnum hugleiðslu, og þurfa svo að leiða samnemendur sína í gegnum einn tíma. 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. Ásta mun kynna nokkrar hefðbundnar hugleiðsluaðferðir og hvernig væri hægt að leiða opna hóptíma. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í taugakerfið og starfsemi heilans.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Kennsludagar eru: 

Verð kr

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

bottom of page