top of page

Tímar haustið 2024:

Þetta eru tímar sem gera daginn miklu betri!

Taflan gildir frá 2. október 2024. Hafðu samband ef þú vilt vera með. 

Screenshot 2024-09-30 at 11.29.21.jpeg

FRÍR PRUFUTÍMI!

Hugsa.jpeg

SKRÁNING

​Þegar þú hefur valið þér þann eða þá tíma sem þú myndir ofast mæta í hefurðu samband við mig í gegnum netfangið amarayoga@gmail.com. Athugðu að þú ert ekki bundin/n við að mæta í réttan tíma, það er í góðu lagi að mæta stöku sinnum í annan hóp. Við höfum gott pláss. Við finnum hvað er langt eftir af yfirstandandi tímabili og reiknum verðið. Þó það sé alltaf best að hafa samband í gegnum tölvupóst er velkomið að hringja í síma 691-1605.

Verðskrá:

Stakur tími kr. 2500.-

Ótakmörkuð mæting í 8 vikur, kr 32.000.- (28. okt til 20. des.) 

Ótakmörkuð mæting í 4 vikur kr 17.500.- (28. okt til 22. nóv)

10 tíma kort sem gildir í 3 mánuði, kr 21.000.-

Amarayoga er þjónustuaðili hjá Virk, Starfsendurhæfingasjóði.

UM TÍMANA

Mjúkt flæði eru tímar sem henta öllum, jafnt byrjendum sem þeim sem hafa stundað jóga lengi. Hérna fáum við góðar teygjur í ró og næði, kyrrum hugann og fáum góða slökun á eftir.

Áherslan er á kyrrð í huga og ró í líkama. Það er eitt af einkennum þessara tíma að leitt er með orðum eingöngu eins og mögulegt er og forðast að trufla flæði fólks á dýnunni. 

​Núna er þetta eiginlega komið og ekkert að gera annað en að hafa samband eða mæta á staðinn! Þú mátt samt endilega við tækifæri lesa skilmálana hérna fyrir neðan, því þú telst hafa samþykkt þá þegar þú mætir á staðinn! 

30x30 - heima:

Hér eru á ferðinni látlausir og jarðbundnir jógatímar fyrir venjulegt fólk. Hver tími er um það bil 30 mínútur og hægt er að kaupa aðgang að tímunum í 30 daga í senn. Áskriftin er snilld fyrir alla sem ná ekki að mæta á stöðina á föstum tímum, alla sem búa í einhverri fjarlægð frá stöðinni, alla sem eru í fríi og vilja vera með jógatímana sína í símanum, og eiginlega bara fyrir alla. Þetta eru rólegir og mjúkir tímar, kraftmeiri tímar, jóga nídra, og einn stólajóga tími.

Verð fyrir 1 mánuð kr 4.500.-

Skráðu þig á amarayoga@gmail.com.

Almennar reglur

Við kaup á námskeiði teljast eftirfarandi reglur samþykktar:

- Margir eiga við ofnæmi að stríða og hreint loft ætti að vera sjálfsagður hlutur það sem við ræktum líkamann. Vinsamlega virðið aðra þátttakendur og forðist að mæta í tíma með ilmefni á líkamanum.

- Eftir að við höfum lagt dýnuna okkar á gólfið í salnum markar hún okkar rými. Við gætum þess að stíga ekki á annarra manna dýnur.  

- Enginn á ákveðið pláss á gólfinu fyrir dýnuna sína og það sama á við í búningsklefanum.

- Virðum kyrrðina í salnum og höfum hljótt fyrir upphaf og eftir lok tíma. Það er sjálfsagt að spjalla saman fyrir utan salinn. 

Skilmálar

Við kaup á námskeiði teljast eftirfarandi skilmálar samþykktir:

- Þátttakendur gera æfingarnar á eigin ábyrgð. Tímarnir eru rólegir og geta varla talist hættulegir, en hver og einn verður að bera fulla ábyrgð á eigin líkama. 

Athugið að námskeið eru ekki endurgreidd. Rýmið er takmarkað og þegar maður hefur fest sér pláss á námskeiði eru líkur á að einhver annar hafi ekki fengið pláss. 

- Engin ábyrgð er borin á verðmætum og alltaf best að koma með sem minnst af slíku með sér í tíma.

bottom of page