top of page
Athugið, að þau kort sem eru í gildi þegar stöðin lokar fyrir sumarfrí, fá að klárast eftir að stöðin opnar aftur. Greiðslufyrirkomulagið breytist i haust, en við reiknum hvert og eitt kort út fyrir sig og finnum út með framhaldið.

Námskeið haustið 2024:

Þetta eru tímar sem gera daginn miklu betri!

UM TÍMANA

Mjúkt flæði eru tímar sem henta öllum, jafnt byrjendum sem þeim sem hafa stundað jóga lengi. Hérna fáum við góðar teygjur í ró og næði, kyrrum hugann og fáum góða slökun á eftir.

Áherslan er á kyrrð í huga og ró í líkama. Það er eitt af einkennum þessara tíma að leitt er með orðum eingöngu eins og mögulegt er og forðast að trufla flæði fólks á dýnunni. 

Amara nidra er jóga nidra að hætti stöðvarinnar. Jóga nídra er jógískur svefn, þar sem hugurinn er vakandi en líkaminn sofandi. Þetta merkir í raun djúp slökun. Í amstri dagsins í dag er alls ekki sjálfsagt að ná góðri slökun og algengt að ná ekki góðum svefni hverja nótt. Góður svefn er líkama og huga nauðsynlegur til að við njótum lífsins eins og okkur er ætlað. Jóga nidra hjálpar okkur að ná þeirri slökun sem við þurfum til að ná góðum svefni.

Tímarnir eru byggðir upp þannig að það er byrjað á mjúkum teygjuæfingum til að ná líkamlegri streitu í burtu svo við verðum tilbúin til að liggja í slökun seinni hluta tímans. Kennarinn leiðir svo í gegnum slökunina.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI

Mjúkt flæði á mánudögum og miðvikudögum kl 09:30-10:30.

Verð fyrir hvert 8 vikna námskeið (2x í viku) kr 32.000.-

Einnig er hægt að kaupa ótakmarkaðan aðgang að öllum tímum og þá eru 8 vikur á kr 38.000.-

Mjúkt flæði á þriðjudögum og fimmtudögum kl 10:30-11:30.

Verð fyrir hvert 8 vikna námskeið (2x í viku) kr 32.000.-

Einnig er hægt að kaupa ótakmarkaðan aðgang að öllum tímum og þá eru 8 vikur á kr 38.000.-

Amara nídra á föstudögum kl 12:00-13:00

Verð fyrir 8 vikna námskeið (1x í viku) kr 18.000.-

Einnig er hægt að kaupa ótakmarkaðan aðgang að öllum tímum og þá eru 8 vikur á kr 38.000.-

Amara nídra á þriðjudagskvöldum kl 20:00-21:00

Verð fyrir 8 vikna námskeið (1x í viku) kr 21.000.-

Einnig er hægt að kaupa ótakmarkaðan aðgang að öllum tímum og þá eru 8 vikur á kr 38.000.-

Haust tilboð: Ótakmörkuð mæting alla önnina, alls 16 vikur eða frá 1. september til 20 desember, á kr 52.000.-

​Einnig er hálft námskeið í boði og það virkar eins og 8 skipta kort sem gildir meðan 8 vikna námskeið stendur yfir. Verð kr 19.000.-

30x30 - heima:

Hér eru á ferðinni látlausir og jarðbundnir jógatímar fyrir venjulegt fólk. Hver tími er um það bil 30 mínútur og hægt er að kaupa aðgang að tímunum í 30 daga í senn. Áskriftin er snilld fyrir alla sem ná ekki að mæta á stöðina á föstum tímum, alla sem búa í einhverri fjarlægð frá stöðinni, alla sem eru í fríi og vilja vera með jógatímana sína í símanum, og eiginlega bara fyrir alla. Þetta eru rólegir og mjúkir tímar, kraftmeiri tímar, jóga nídra, og einn stólajóga tími.

Verð fyrir 1 mánuð kr 4.500.-

Skráðu þig á amarayoga@gmail.com.

Amarayoga er þjónustuaðili hjá Virk, Starfsendurhæfingarsjóði. 

Almennar reglur

Við kaup á námskeiði teljast eftirfarandi reglur samþykktar:

- Margir eiga við ofnæmi að stríða og hreint loft ætti að vera sjálfsagður hlutur það sem við ræktum líkamann. Vinsamlega virðið aðra þátttakendur og forðist að mæta í tíma með ilmefni á líkamanum.

- Eftir að við höfum lagt dýnuna okkar á gólfið í salnum markar hún okkar rými. Við gætum þess að stíga ekki á annarra manna dýnur.  

- Enginn á ákveðið pláss á gólfinu fyrir dýnuna sína og það sama á við í búningsklefanum.

- Virðum kyrrðina í salnum og höfum hljótt fyrir upphaf og eftir lok tíma. Það er sjálfsagt að spjalla saman fyrir utan salinn. 

Skilmálar

Við kaup á námskeiði teljast eftirfarandi skilmálar samþykktir:

- Þátttakendur gera æfingarnar á eigin ábyrgð. Tímarnir eru rólegir og geta varla talist hættulegir, en hver og einn verður að bera fulla ábyrgð á eigin líkama. 

Athugið að námskeið eru ekki endurgreidd. Rýmið er takmarkað og þegar maður hefur fest sér pláss á námskeiði eru líkur á að einhver annar hafi ekki fengið pláss. 

- Engin ábyrgð er borin á verðmætum og alltaf best að koma með sem minnst af slíku með sér í tíma.

bottom of page