Lokaðir hópar og námskeið

Vegna sóttvarna verður eingöngu kennt í lokuðum hópum í ágúst, eða þar til losað verður um höft. Við tryggjum 2 metra milli allra dýna svo hóparnir verða mjög fámennir. Best er ef allir koma með eigin dýnu og annað sem fólk vill nota, púða og teppi. Dýnur og kubbar verða þó í boði og sótthreinsað eftir notkun. 

Eftirfarandi hópar fara af stað þriðjudaginn 4. ágúst:

Mjúkt flæði, mánudagar og miðvikudagar kl 10:15 - Eitt laust

Mjúkt flæði, mánudagar og miðvikudagar kl 12:00 - Tvö laus

Mjúkt flæði, mánudagar og miðvikudagar kl 17:30 - Eitt laust

Kraftmeira flæði, þriðjudagar og fimmtudagar kl 17:30 - FULLT

Hafðu samband ef þú vilt bætast í hópinn. Verð fyrir einn mánuð er kr 13.500.- og fyrir 3 mánuði kr 32.000.- Þú getur byrjað hvenær sem er ef það er laust pláss fyrir þig.

Skráning á amarayoga@gmail.com.

Kundalini

Kundalini yoga hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Allir tímar eru byggðir þannig upp að fólk á öllum stigum yoga iðkunar getur fengið eitthvað út úr tímanum. Kundalini yoga er svokallað "householder" yoga, það er það er ekki hugsað fyrir munka heldur fyrir fólk sem er útivinnandi og á fjölskyldur með öllu því álagi sem því fylgir. Vegna þess að þetta er hannað fyrir fólk sem hefur ekki tíma til að tileinka líf sitt yoga virkar Kundalini yoga mjög hratt. 

Kundalini eins og það var kennt af Yoga Bhajan er kallað yoga vitundar. Í tímanum notum við yoga til að styrkja okkur bæði á líkama og sál. Í gegnum yoga æfingar, öndun og huglgeiðslu vinnum við í að styrkja hlutlausa hugann, Það er sá hluti hugans sem hjálpar okkur að taka yfirvegaðar ákvarðanir og gera það sem við virkilega viljum gera í stað þess að vera eingöngu að bregðast við ytra áreiti. Kundalini yoga er mjög öflugt tæki fyrir þá sem eru að takast á við streitu, kvíða og þunglyndi því að það bæði fyllir okkur orku og gefur okkur tæki til að halda okkur í betra andlegu jafnvægi.

Hver einasti tími er byggður upp af öndunaræfingum, yoga æfingum (asanas), slökun og hugleiðslu. Við gerum mjög fjölbreyttar hugleiðslur, oft með möntrum sem hjálpa okkur að einbeita okkur í hugleiðslunni, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi. Í hverjum einasta tíma vinnum við í því að styrkja taugakerfið til að gera okkur betur fært að halda okkur í jafnvægi í amstri dagsins. Við fyllum okkur af orku til að takast á við lífið og komum jafnvægi á orkuflæði líkamans.

Gian Tara (Jara) leiðir þessa tíma á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl 18:45-20:00.

Hérna getur þú séð meira um Gian Töru: www.giantara.com

Verð fyrir hvert 8 skipta tímabil (4 vikur) er kr. 17.000.- 

Næsta tímabil af Kundalini Yoga hefst í september 2020.

Skráðu þig á amarayoga@gmail.com

© 2012 AMARAYOGA

HAFA SAMBAND
Netfang: amarayoga@gmail.com
Sími: 691-1605

STAÐSETNING
Amarayoga
Strandgata 11
220 Hafnarfjörður

  • Facebook Clean Grey
  • Pinterest Clean Grey