Lokaðir hópar og námskeið

Eingöngu er kennt í lokuðum hópum. Við pössum uppá fjarlægðarmörkin milli dýna. Best er ef allir koma með eigin dýnu og annað sem fólk vill nota, púða og teppi. Dýnur og kubbar eru þó í boði fyrir þá sem vilja og sótthreinsað eftir notkun. 

Eftirfarandi hópar eru starfandi. Það er hægt að bætast í hópinn hvenær sem er ef plássið leyfir og ef hópurinn er fullur í augnablikinu er sniðugt að skrá sig á biðlista því allt getur breyst. 

Hópur 1:

Mjúkt flæði, mánudagar og miðvikudagar kl 10:15 - 11:10

     Kennari: Ásta María 

     Verð fyrir mánuðinn kr 14.000.-

    

Hópur 2:

Mjúkt flæði, mánudagar og miðvikudagar kl 12:00 - 12:55

     Kennari: Ásta María 

     Verð fyrir mánuðinn kr 14.000.-

    

Hópur 3:

Mjúkt flæði, mánudagar og miðvikudagar kl 17:35 - 18:30 

     Kennari: Íris

     Verð fyrir mánuðinn kr 14.000.-

     

Hópur 4:

Mjúkt flæði, þriðjudagar og fimmtudagar kl 10:30 - 11:25

     Kennari: Ásta María

     Verð fyrir mánuðinn kr 14.000.-

    

Hópur 5:

Mjúkt flæði, þriðjudagar og fimmtudagar kl 12:00 - 12:55 

     Kennari: Ásta María

     Verð fyrir mánuðinn kr 14.000.-

     

Hópur 6:

Mjúkt flæði, þriðjudagar og fimmtudagar kl 16:10 - 17:05

     Kennarar: Sunneva og Irma

     Verð fyrir mánuðinn kr 14.000.-

     

Hópur 7:

Kraftmeira flæði, þriðjudagar og fimmtudagar kl 17:35 - 18:30

     Kennari: Irma

     Verð fyrir mánuðinn kr 14.000.-

     

Kvöldhópur:

Jóga nidra, þriðjudagar og fimmtudagar kl 20:00 - 20:45 

     Kennarar: María

     Verð fyrir mánuðinn kr 15.000.- (fyrir 1/2 pláss kr 7500.-)

    

Kvöldhópur:

Kundalini, mánudaga og miðvikudaga kl 20:00 - 20:55

     Kennari: Gian Tara

     Verð fyrir mánuðinn kr 15.000.-

     

Um jóga nidra:

Á Sanskrit, máli fornu jógaritanna, þýðir nidra svefn. Jóga nidra er jógískur svefn, þar sem hugurinn er vakandi en líkaminn sofandi. Þetta merkir í raun djúp slökun.

Í amstri dagsins í dag er alls ekki sjálfsagt að ná góðri slökun og algengt að ná ekki góðum svefni hverja nótt. Góður svefn er líkama og huga nauðsynlegur til að við njótum lífsins eins og okkur er ætlað. Jóga nidra hjálpar okkur að ná þeirri slökun sem við þurfum til að ná góðum svefni.

Tímarnir eru byggðir upp þannig að það er byrjað á mjúkum teygjuæfingum til að ná líkamlegri streitu í burtu svo við verðum tilbúin til að liggja í slökun seinni hluta tímans. Kennarinn leiðir okkur svo í gegnum slökunina.

Um kundalini jóga:

Kundalini yoga hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Allir tímar eru byggðir þannig upp að fólk á öllum stigum yoga iðkunar getur fengið eitthvað út úr tímanum. Kundalini yoga er svokallað "householder" yoga, það er það er ekki hugsað fyrir munka heldur fyrir fólk sem er útivinnandi og á fjölskyldur með öllu því álagi sem því fylgir. Vegna þess að þetta er hannað fyrir fólk sem hefur ekki tíma til að tileinka líf sitt yoga virkar Kundalini yoga mjög hratt. 

Kundalini eins og það var kennt af Yogi Bhajan er kallað yoga vitundar. Í tímanum notum við yoga til að styrkja okkur bæði á líkama og sál. Í gegnum yoga æfingar, öndun og hugleiðslu vinnum við í að styrkja hlutlausa hugann, Það er sá hluti hugans sem hjálpar okkur að taka yfirvegaðar ákvarðanir og gera það sem við virkilega viljum gera í stað þess að vera eingöngu að bregðast við ytra áreiti. Kundalini yoga er mjög öflugt tæki fyrir þá sem eru að takast á við streitu, kvíða og þunglyndi því að það bæði fyllir okkur orku og gefur okkur tæki til að halda okkur í betra andlegu jafnvægi.

Hver einasti tími er byggður upp af öndunaræfingum, yoga æfingum (asanas), slökun og hugleiðslu. Við gerum mjög fjölbreyttar hugleiðslur, oft með möntrum sem hjálpa okkur að einbeita okkur í hugleiðslunni, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi. Í hverjum einasta tíma vinnum við í því að styrkja taugakerfið til að gera okkur betur fært að halda okkur í jafnvægi í amstri dagsins. Við fyllum okkur af orku til að takast á við lífið og komum jafnvægi á orkuflæði líkamans.

Hérna getur þú séð meira um Gian Töru: www.giantara.com

Net tímar með Örnu Björk

1 einkatími kr 6500.-

1 mánuður, 2x í vikur (allt einkatímar) kr 23.900.-