
September 2023
ath, við bætum tímum inn eftir þörfum

Nánar um tímana:
Opnir tímar:
Mjúkt flæði eru tímar sem henta öllum, jafnt byrjendum sem þeim sem hafa stundað jóga lengi. Hérna fáum við góðar teygjur í ró og næði, kyrrum hugann og fáum góða slökun á eftir.
Áherslan er á kyrrð í huga og ró í líkama. Það er eitt af einkennum þessara tíma að leitt er með orðum eingöngu eins og mögulegt er og forðast að trufla flæði fólks á dýnunni.
Ásta María leiðir þessa tíma.
Kraftmeira flæði tímarnir innihalda fleiri styrkjandi stöður og meira flæði úr einni stöðu í aðra í takt við andardráttinn. Þetta er klassískt vinyasa flæði. Allir geta tekið þátt og farið gegnum flæðið á eigin forsendum.
Íris, Berglind Gréta og Hrönn leiða þessa tíma.
Jóga með smá kennslu er tími sem er hannaður fyrir kennaranema en allir eru velkomnir með. Hérna eru stöðurnar skoðaðar aðeins betur og kennari gengur á milli og leiðréttir. Þessir tímar verða svolítil blanda, stundum verður farið hægar í hlutina og stundum skoðum við kannski stöður fyrir þá sem hafa æft lengi. Þetta verður einhver blanda af kraftmiklu flæði og meiri rólegheitum. Athugið að mögulega verða einhverjir þátttakendur með í gegnum netið sem þýðir að það verður myndavél á staðnum. Hún beinist þó ekki að þátttakendum og ekkert er tekið upp.
Ásta María kennir þessa tíma.
Jóga nidra er jógískur svefn, þar sem hugurinn er vakandi en líkaminn sofandi. Þetta merkir í raun djúp slökun. Í amstri dagsins í dag er alls ekki sjálfsagt að ná góðri slökun og algengt að ná ekki góðum svefni hverja nótt. Góður svefn er líkama og huga nauðsynlegur til að við njótum lífsins eins og okkur er ætlað. Jóga nidra hjálpar okkur að ná þeirri slökun sem við þurfum til að ná góðum svefni.
Tímarnir eru byggðir upp þannig að það er byrjað á mjúkum teygjuæfingum til að ná líkamlegri streitu í burtu svo við verðum tilbúin til að liggja í slökun seinni hluta tímans. Kennarinn leiðir okkur svo í gegnum slökunina.
30x30 - heima:
Hér eru á ferðinni látlausir og jarðbundnir jógatímar fyrir venjulegt fólk. Hver tími er um það bil 30 mínútur og hægt er að kaupa aðgang að tímunum í 30 daga í senn. Áskriftin er snilld fyrir alla sem ná ekki að mæta á stöðina á föstum tímum, alla sem búa í einhverri fjarlægð frá stöðinni, alla sem eru í fríi og vilja vera með jógatímana sína í símanum, og eiginlega bara fyrir alla. Þetta eru rólegir og mjúkir tímar, kraftmeiri tímar, jóga nídra, og einn stólajóga tími.
Ásta María leiðir tímana.
Verð fyrir 1 mánuð kr 4.500.-
Skráðu þig á amarayoga@gmail.com.
Verðskrá frá september 2023
Opnir tímar:
1 mánuður: kr 16.000.-
3 mánuðir: kr 38.000.-
10 tíma kort sem gildir í 3 mánuði: 20.000.-
Stakur tími: 2500.-
Lokaðir kvöldtímar:
4 vikur: kr 18.000.-
Ef þú mætir einu sinni til tvisvar í viku mælum við með 10 tíma korti. Mánaðarkort fer að borga sig ef þú kemst stundum oftar en tvisvar í viku.
Þú getur "fryst" þriggjamánaða kortið einu sinni á tímabilinu.
Ef þú vilt prófa tíma hefurðu samband á amarayoga@gmail.com. Þú greiðir ekkert fyrir fyrsta tíma.
Amarayoga er þjónustuaðili hjá Virk, Starfsendurhæfingarsjóði.