top of page

30x30 - heima

Aðstæður geta verið alls konar hjá okkur öllum. Við eigum mis vel heimangengt og búum misjafnlega nálægt jógastöð. Svo getum við líka tekið upp á því að skreppa í frí, en viljum samt vera með jógatímana okkar með okkur.

Þegar við æfum jóga heima getur verið erfitt að gefa sér heilan klukkutíma. Það er svo margt á heimilinu sem virkar á okkur sem truflun. 30 mínútna tímar eru oft einmitt það sem okkur vantar.

Á síðunni eru 30 tímar sem flestir eru rólegir og einfaldir, um 30 mínútna tímar. Þeir henta nokkurn veginn öllum. En þarna finnast einnig nokkrir kraftmeiri tímar og og einhverjir í fullri lengd, 60 mínútur. Þeir byrja á æfingum sem mýkja háls og herðar og enda á slökun. Hérna er líka einn tími af stólajóga, jóga nídra og hugleiðsla. 

Það er engin tónlist undir tímunum, þannig heyrist skýrar í kennaranum og svo getur hver og einn valið sína uppáhalds tónlist til að spila með. Þú hefur aðgang að tímunum í einn mánuð. Tímabilin virka eins og námskeið, hefjast um hver mánaðarmót, en það er alltaf hægt að bætast í hópinn og greiða þá lægra verð ef langt er liðið á tímabilið.

Þú skráir þig gegnum amarayoga@gmail.com og færð lykilorð sem þú notar hér:

Verð fyrir einn mánuð kr 4500.-

bottom of page