Um okkur

 

Amarayoga var stofnað vorið 2011 og hefur frá upphafi verið  staðsett að Strandgötu 11. á þriðju hæð.

Við sem kennum í Amarayoga gerum okkar besta til að jógatíminn verði sem besta upplifunin fyrir þig.

Hérna geturðu lesið eitthvað pínulítið um okkur:
 

500-1.png
RYT500.png

Ásta María Þórarins E-RYT-500    
 

Ég lauk fyrsta 200 tíma kennarnáminu mínu haustið 2000. Ég hef kennt stöðugt síðan og alltaf verið að læra meira.

Ég  er skráður 500 tíma kennari, bæði hjá Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance.

Fyrir mér snýst jóga um að kyrra hugann. Allt annað er aukaatriði. Mögulega endum við með sterkan og lipran líkama, en ef hugurinn og tilfinningarnar eru ekki í ró erum við ekki vel sett.  Jóga, gert á réttan hátt, kyrrir hugann og allt verður miklu auðveldara :) 

Á þessum tveimur áratugum sem ég hef verið að leiða fólk gegnum jóga hef ég þróað eigin flæði og eigin áherslur. Ég kalla flæðið mitt Amaraflæði - hið eilífa flæði. Þó þetta flæði sé mitt, er það líka þitt og okkar allra :)

73458959_10220916312245469_452581564635676672_n.jpg

Auður C Sigrúnardóttir RYT-200
 

Ég hef stundað jóga síðan 2003 og elska það! 

 

Fyrsta kennaranámið, RYT200, tók ég hjá Ástu Maríu í Amarayoga. Í kjölfarið tók ég 200 TTC Kundalini Yoga kennaranám undir leiðsögn Guru Vishnu Panigrahi í Vinyasa Yoga School, Risikesh í Indlandi, og er því með 200RYS réttindi frá Yoga Alliance. Þá hef ég lokið Yin yoga kennaranámi og námi í bandvefslosun - hvoru tveggja hjá Guðrúnu Reynis. 

 

Ég tók Yoga nidra kennararéttindi frá Kamini Desai, Amrit Yoga Institute og nú síðast lauk ég yogaakennaranámi fyrir krakka - Child Play Yoga - sem ég tók hjá Gurudass Kaur Khalsa.

32350134_10215785448409954_1573893845110751232_n.jpg
Yoga Nidra Emblem.png
RYT200.png
logi 200.png

Íris Thorlacius Hauksdóttir RYT-500

Ég útskrifaðist sem jógakennari með CYT200 jógakennararéttindi vorið 2019 frá Amarayoga í Hafnarfirði. Þar var ég undir leiðsögn Ástu Maríu Þórarinsdóttur eiganda Amarayoga. Ég lauk framhaldsnám (CYT500) í Amarayoga vorið 2021. 

 

Ég kynntist jóga fyrst þegar ég var lítil heima í stofu. Pabbi minn hefur stundað jóga í mörg ár og hann kenndi mér jóga fyrstur af öllum. Síðan þá hefur jóga ávallt verið hluti af mínu lífi að einhverju leyti. Það var þó ekki fyrr en ég hóf námið sem ég fór að stunda jóga daglega. 

 

Fyrir mér er jóga fyrst og fremst fyrir hugann og tel ég jóga þar af leiðandi vera fyrir alla.

 

Ég hlakka til að vera eilífur jóganemandi og er afar þakklát fyrir að fá að miðla minni reynslu og þekkingu áfram. 

500-1.png
Íris3.jpg

María Sif Guðmundsdóttir CYT-200

Ég kynntist jóga þegar ég fór á mitt fyrsta námskeið 17 ára gömul og þar vaknaði áhuginn strax. Fyrir nokkrum árum fór ég að stunda jóga aftur af alvöru og ákvað svo að jóga þyrfti að vera hluti af mínu lífi og að ég vildi læra meira. Fyrsta skrefið var grunnnámið hjá Ástu í Amara þaðan sem ég útskrifaðist á vormánuðum 2021 með CYT200 jógakennararéttindi. Ég hlakka til að læra meira, bæði í gegnum nám og frekari ástundun. Ég kenni mjúkt flæði í hádeginu á þriðjudögum og á fimmtudögum. 

IMG_2029_edited.jpg

María Margeirsdóttir CYT-200

Ég útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2015 og Jóga Nidra kennari árið 2018. Ég hef verið að kenna bæði Kundalini jóga og Yoga Nidra starfsfólki Landspítalans og í Jógasetrinu og stólajóga fyrir 60 ára plús í Jógasetrinu ásamt starfi mínu sem grafískur hönnuður.

María Margeirs.jpg