top of page

Um okkur

 

Amarayoga var stofnað vorið 2011 og hefur frá upphafi verið  staðsett að Strandgötu 11. á þriðju hæð.

Við sem kennum í Amarayoga gerum okkar besta til að jógatíminn verði sem besta upplifunin fyrir þig.

Hérna geturðu lesið eitthvað pínulítið um okkur:
 

Ásta María Þórarins     
 

Ég fór i fyrsta jógatímann minn í kringum 1980 og fór svo í kennaranám 1999. Jóga var augljóslega mín köllun og ég hef kennt alla tíð síðan. Ég hef líka alltaf haldið áfram að grípa öll tækifæri til að læra meira.  

Ég  er skráður E-RYT500 tíma kennari hjá Yoga Alliance og Jógakennarafélagi Íslands.

Fyrir mér snýst jóga um að kyrra hugann. Allt annað er aukaatriði. Mögulega endum við með sterkan og lipran líkama, en ef hugurinn og tilfinningarnar eru ekki í ró erum við ekki vel sett.  Jóga, gert á réttan hátt, kyrrir hugann og allt verður miklu auðveldara :) 

Á þessum rúmlega tveimur áratugum sem ég hef verið að leiða fólk gegnum jóga hef ég þróað eigin flæði og eigin áherslur. Ég kalla flæðið mitt Amaraflæði - hið eilífa flæði. Þó þetta flæði sé mitt, er það líka þitt og okkar allra :)

374969108_268387536146893_4708800312760759597_n.jpg

Berglind Gréta

Berglind hefur stundað jóga í mörg ár og hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur jógafræðum. Hún útskrifaðist sem jógakennari frá Amarayoga í apríl 2022 og sem Ayurveda næringarráðgjafi í ágúst 2023 frá My Vinyasa Practice. Hún hefur einnig lokið námskeiðum í jógaheimspeki og uppruna nútíma jóga frá Oxford Centre for Hindu Studies.

Berglind.jpg

Íris Thorlacius Hauksdóttir

Hrönn Valgeirsdóttir

Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir

Rakel er sjúkraþjálfari og jógakennari. Hún sér um anatómíu kennslu hjá Amarayoga, bæði í 200 tíma náminu og í 300 tíma framhaldsnáminu.

Rakel og Jói.jpg

Sólveig Jónasdóttir

Sólveig er 200 tíma jógakennari frá Kripalu Center í Stockbridge, Massachusetts, Danskinetics kennari og Thai yoga nuddari. Sólveig er einnig Cand oceon Business Administrator og kennir jógakennaranemum bókhald og skattskil.

Sólveig Jónasdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir, leikkona, kennir okkur að finna röddina okkar í 300 tíma framhaldsnáminu fyrir jógakennara.

Vigdís.jpg
bottom of page