
Um okkur
Amarayoga var stofnað vorið 2011 og hefur frá upphafi verið staðsett að Strandgötu 11. á þriðju hæð.
Við sem kennum í Amarayoga gerum okkar besta til að jógatíminn verði sem besta upplifunin fyrir þig.
Hérna geturðu lesið eitthvað pínulítið um okkur:


Ásta María Þórarins E-RYT-500
Ég lauk fyrsta 200 tíma kennarnáminu mínu haustið 2000. Ég hef kennt stöðugt síðan og alltaf verið að læra meira.
Ég er skráður 500 tíma kennari, bæði hjá Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance.
Fyrir mér snýst jóga um að kyrra hugann. Allt annað er aukaatriði. Mögulega endum við með sterkan og lipran líkama, en ef hugurinn og tilfinningarnar eru ekki í ró erum við ekki vel sett. Jóga, gert á réttan hátt, kyrrir hugann og allt verður miklu auðveldara :)
Á þessum tveimur áratugum sem ég hef verið að leiða fólk gegnum jóga hef ég þróað eigin flæði og eigin áherslur. Ég kalla flæðið mitt Amaraflæði - hið eilífa flæði. Þó þetta flæði sé mitt, er það líka þitt og okkar allra :)

María Margeirsdóttir CYT-200
Ég útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2015 og Jóga Nidra kennari árið 2018. Ég hef verið að kenna bæði Kundalini jóga og Yoga Nidra starfsfólki Landspítalans og í Jógasetrinu og stólajóga fyrir 60 ára plús í Jógasetrinu ásamt starfi mínu sem grafískur hönnuður.
