Kennarar

 

Við sem kennum í Amarayoga gerum okkar

besta til að yogatíminn verði sem besta

upplifunin fyrir þig.
 

Ásta María Þórarins        JKFÍ-E-RYT-500

Ég lauk kennaranámi (200 klst grunnnám) hjá Ásmundi Gunnlaugssyni og Yogi Shanti Desai haustið 2000. Ég hef kennt stöðugt síðan og alltaf verið að læra meira.

Ég lauk námi hjá Dr. David Frawley (Pandit Vamadeva Shastri) í Ayurvedisku yoga (300 klst framhaldsnám) og einnig sem Ayurvediskur lífsstílsráðgjafi. Ég varð Ayurvediskur næringarþerapisti frá Atreya Smith. Hjá Aura Wellness Center lauk ég svo námi sem "Yoga Anatomy and Physiology Teacher", "Restorative Yoga Teacher" og tók þar einnig "Yogic Stress Management Course."

Ég lauk 500 tíma framhaldsnámi á vegum JKFÍ 2013. 

Ég hef verið sjálfstætt starfandi jógakennari frá aldamótum.

Ég hef verið stjórnarmeðlimur í Jógakennarafélagi Íslands frá árinu 2007, formaður 2008-2013, ritari frá apríl 2018.

Ég stofnaði Amarayoga í mai 2011.

Fyrir mér snýst jóga um að kyrra hugann. Allt annað er aukaatriði. Mögulega endum við með sterkan og lipran líkama, en ef hugurinn og tilfinningarnar eru ekki í ró erum við ekki vel sett.  Jóga, gert á réttan hátt, kyrrir hugann og allt verður miklu auðveldara :) 

Á þessum tveimur áratugum sem ég hef verið að leiða fólk gegnum jóga hef ég þróað eigin flæði og eigin áherslur. Ég kalla flæðið mitt Amaraflæði - hið eilífa flæði. Þó þetta flæði sé mitt, er það líka þitt og okkar allra :)

Irma Martinsdóttir

RYT 200

Ég útskrifaðist sem jógakennari 2013 frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar. Stundaði einnig nám hjá Esther Ekhart og útskrifaðist þaðan 2014. Þetta árið er ég í 500 tíma námi hjá Kristbjörgu.

Íris Thorlacius Hauksdóttir

CYT 200

Ég útskrifaðist sem jógakennari með CYT200 jógakennararéttindi vorið 2019 frá Amarayoga í Hafnarfirði. Þar var ég undir leiðsögn Ástu Maríu Þórarinsdóttur eiganda Amarayoga. Ég mun hefja framhaldsnám (CYT500) í Amarayoga haustið 2019 sem lýkur 2021. 

 

Ég kynntist jóga fyrst þegar ég var lítil heima í stofu. Pabbi minn hefur stundað jóga í mörg ár og hann kenndi mér jóga fyrstur af öllum. Síðan þá hefur jóga ávallt verið hluti af mínu lífi að einhverju leyti. Það var þó ekki fyrr en ég hóf námið sem ég fór að stunda jóga daglega. 

 

Fyrir mér er jóga fyrst og fremst fyrir hugann og tel ég jóga þar af leiðandi vera fyrir alla.

 

Ég hlakka til að vera eilífur jóganemandi og er afar þakklát fyrir að fá að miðla minni reynslu og þekkingu áfram. 

Sunneva Kristín Sigurðardóttir

CYT 200

Ég hef stundað jóga í nokkur ár og hefur það reynst mjög mikilvægt tæki til að viðhalda ró, styrk og mýkt í hversdeginum. Ég skrifaði B.A. ritgerð mína í Þjóðfræði um jóga. Ég kemst að því á hverjum degi hversu mikið er hægt að læra um sjálfa sig og heiminn allan með ástundun og hugleiðslu. Ég lauk jógakennaranámi hjá Ástu Maríu í Amarayoga vorið 2019.

Gian Tara  

CYT 200

Gian Tara er Kundalini yoga kennari, tónskáld, tónlistarmaður og lærður heimspekingur. Hún tók kennararéttindin hjá Ra Ma Institude of Applied Yogic Technology and Science hjá Guru Jagat, Harjiwan og Gurujas.

Jafnframt því að vera Kundalini yoga er Gian Tara lærður tónheilari, reiki heilari og Sat Nam Rasayan heilari. Hún notar þetta til að skapa heilandi rými í tímunum. Í slökuninni notar hún gjarnan gong til að hjálpa fólki að fara dýpra inn í slökunina. Þegar það er rétt spilað á gong getur það verið mjög heilandi og unnið mjög djúpstætt á stuttum tíma. 

Gréta Hergils

CYT 200

Ég útskrifaðist sem yogakennari frá Amarayoga vorið 2017. Sama ár útskrifaðist ég einnig með Yoga Nidra kennararéttindi frá Yogamudra Copenhagen undir handleiðslu Uma Dismore Tuli.

Ég hef starfað sem klassísk söngkona um margra ára skeið. Hef komið fram fram reglulega fyrir hönd Íslensku Óperunnar og sungið á fjölda tónleika þar má t.d. nefna Frostrósir, Klassík og Nýárstónleika tenóranna þriggja.

Í nær 15 ár hef ég komið fram nánast í hverri viku við kirkjulegar athafnir. Í hartnær 20 ár hef ég iðkað yoga og notað yoga til að róa hugann og líkamann.

Andrea Rún Carlsdóttir

CYT 200

Ég lauk 200 tíma kennaranámi frá Amarayoga vorið 2017.

Í gegnum jógaiðkun mína hef ég fundið styrk í mýktinni, þar sem mér hafði aldrei áður dottið í hug að leita. Ég hef fundið fjölmörg jákvæð áhrif jóga bæði á huga og líkama og hef að loknu námi sett mestalla mína orku í iðkun og kennslu. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á líkamanum, hreyfingu, mataræði og fleiru því tengdu og fann ég í jóga grundvöll þar sem ég get fengið útrás fyrir allan þennan áhuga. Ég lauk einnig nuddnámi í Ayurvedic Yoga Massage á Pune á Indlandi haustið 2017.

Ég er svo ótrúlega þákklát fyrir allar þær gjafir sem jóga hefur gefið mér og heldur áfram að gera um ókomna tíð. 

© 2012 AMARAYOGA

HAFA SAMBAND
Netfang: amarayoga@gmail.com
Sími: 691-1605

STAÐSETNING
Amarayoga
Strandgata 11
220 Hafnarfjörður

  • Facebook Clean Grey
  • Pinterest Clean Grey