top of page

Jógakennaranám 200 tímar

Hatha og vinyasa

Yogakennaranám

Amarayoga býður upp á jógakennaranám sem er skráð hjá Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance of America. Mikil áhersla er lögð á að tryggja að nemarnir hafi góðan aðgang að kennurunum meðan á náminu stendur. Útskrifaður nemi verður hluti af samfélagi Amarayoga kennara sem halda hópinn á Facebook.

Þetta nám veitir alþjóðleg réttindi til að kenna hefðbundna jógatíma.

Haustið 2024 fer 200 klst grunnnám af stað í Amarayoga í 15. skipti! 

Í þetta sinn verður námið tileinkað landsbyggðinni, en auðvitað eru öll velkomin. Námið mun fara að stórum hluta fram í gegnum netið, með fyrirfram uppteknum fyrirlestrum sem hægt er að horfa á þegar vel stendur á. Kennslubækurnar (innifaldar í verði) verða afhentar fyrstu helgina. 

Við hittumst þrjár helgar en þess á milli höldum við sambandi í gegnum Zoom. 

Helgarnar í Hafnarfirði verða:

31. ágúst og 1. sept - Við kynnumst og förum yfir málin

9. - 10. nóvember - Anatomia með Rakel

15. - 16. mars 2025 - Sýnikennsla og útskrift

Við hittumst á Zoom eftirfarandi laugardaga, oftast 2 klst hver fundur: 14. sept, 28. sept, 12. okt, 26. okt, 23. nóv, 4, jan, 18. jan, 1. feb, 15 feb, og 1. mars.

 

Farið verður yfir sögu og heimspeki jóga og 50 mikilvægustu jógastöðurnar verða skoðaðar vel. Rakel dögg, sjúkraþjálfari, kemur í heimsókn og fer yfir anatómíuna.

Kennd verður kennslutækni, hvernig gott er að byggja upp jógatíma, hvernig má koma kennslunni vel til skila, osfrv. Hugmyndin um orkulíkamann og módel Jungs um orkustöðvarnar verður skoðuð.

 

Einnig verður farið í reglur um rekstur, bókhald og skattskil.

 

Við munum gera okkar besta til að gefa góða þjálfun með æfingakennslu og gera allt til að undirbúa nemana vel til að starfa við jógakennslu.

Athugið að þetta er hathayoga nám sem þýðir að það snýst um líkamlegar æfingar sem ætlast er til að nemarnir taki þátt í. Við kennum hefðbundið hatha og vinyasa flæði. 

Markmiðið með náminu er:

Að gefa nemendum öryggi við að framkvæma æfingarnar sjálf sem og að leiða aðra í gegnum þær. 

Að kynna fyrir nemendum aðferðir til hugleiðslu og kosti þess að hugleiða. Að sýna hvernig kyrrð í huga helst í hendur við það að sitja í sjálfum sér af fullu öryggi.

Að gefa góðan grunn af anatómískri þekkingu sem aftur gefur öryggi í æfingunum.

Að þjálfa nemendur vel í að setja saman jógatíma af mismunandi gerðum, hvort sem þeir vilja leiða tíma í rólegu "hatha" jóga eða kraftmeira "vinyasa" flæði.

 

Að fræða nemendur um bakgrunn kerfisins svo þeir séu vel meðvitaðir um muninn á raunveruleika og goðsögnum. 

Að gefa forsmekk af því sem finnst í þessari endalausu gullkistu sem við köllum jóga.

Öll námsgögn eru innifalin, bæði handbækur og fyrirlestrar í gegnum vefinn. Einnig eru nemendur velkomnir að æfa í stöðinni meðan á náminu stendur. Þar sem margir munu væntanlega vera búsettir utan höfuðborgarsvæðisins í þetta sinn verður áskrift af 30x30 tímunum innifalin. Aðgangur að þeim tímum er veittur strax og staðfestingargjaldið hefur borist.

Athugið að farið er fram á 100% mætingu svo ef þú tekur þátt þarf annað að víkja þessar kennsluhelgar.

Nauðsynlegt er að staðfesta þátttöku með greiðslu staðfestingargjalds - óafturkræfu - upp á 50.000.- Staðfestingargjaldið dregst svo af heildarupphæðinni.

Verð fyrir námið er 415.000.- staðgreitt fyrir 31. september, en velkomið að skipta niður í 4 greiðslur. Við það hækkar verðið um kr 20.000.- og skiptingin gæti litið svona út: 50.000.- í staðfestingu, 96.250.- fyrir fyrstu kennsluhelgi, 96.250.- 1. október 2024, 96.250.- í janúar 2024 og 96.250.- í febrúar 2025. Mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þessa náms.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vera með!

Umsagnir nemenda

"Ég lauk kennaranáminu í Amarayoga vorið 2020 og verð Ástu og Amarayogastöðinni ævinlega þakklát. Námið var krefjandi, lifandi og gefandi svo ekki sé minnst á mannbætandi og heilsueflandi. Ásta er full af visku, fróðleik og reynslu sem hún deilir með nemendum af yfirvegun og góðvild. Ég er þakklát fyrir að hafa treyst innsæi mínu og valið námið í Amarayoga hjá Ástu."

Erla Björg Rúnarsdóttir

"Ég hóf spennt jógakennaranám í Amarayoga hjá henni Ástu Maríu Þórarinsdóttur síðastliðið haust og í stuttu máli sagt þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Ástu Maríu tókst að auka skilning minn á jógafræðunum, ekki bara stöðunum/asanas sem jógaiðkun gengur svo mikið út á í vestrænu samfélagi, heldur einnig sögunni og þróun jógaiðkunar, siðfræðinni og heimspekinni sem liggur á bak við jóga. Fyrir utan beina kennslu einkenndist námið af hlýju, skilningi og góðum samræðum. Anatómíu kennslan var einnig frábær.

Þetta nám hefur gefið mér meira en margt annað nám sem ég hef stundað og mun halda áfram að gefa. Og það sem er best er að geta áfram leitað svara hjá Amarayoga."

Ásta María Hjaltadóttir

 

"Ég, persónulega, fékk mjög mikið út úr yogakennaragrunnnáminu. Þetta nám var skemmtilegt, fróðlegt, hvetjandi, bætandi og félagsskapurinn í Amarayoga, bæði í yogakennaranemahópnum og í tímum með viðskiptavinum stöðvarinnar, var yndislegur. Það kom mér á óvart hversu mikið ég gat lært persónulega um sjálfa mig og almennt um heimspekilega mannbætandi eiginleika yoga veraldar á svona stuttum tíma. Þess vegna kviknaði ný hugmynd hjá mér – að skrá mig í framhaldsyogakennararéttindanám – sem og ég gerði um leið og hægt var. Mér finnst gaman að skora á mig, prófa nýja hluti og fara út úr þægindarammanum mínum. Svona finnst mér að ég gæti orðið betri fyrirmynd nemenda og viðskiptavina minna í Heilsuskólanum. Ég er þakklát fyrir þá þekkingu og reynslu sem ég hef öðlast í náminu mínu í Amarayoga og hlakka til áframhaldandi persónulegrar vaxtar og framþróunnar."

Tanya Dimitrova

"Kennaranámið í Amarayoga er bæði fjölbreytt og fróðlegt. Kennararnir nálgast efnið af opnum huga og gera sögu yoga góð skil auk þess að kynna nemendum mismunandi tegundir þess svo hver og einn geti fundið sér það áhugasvið sem hann vill svo síðar kanna. 

Stöðin er hlýleg og yndisleg og tímarnir fjölbreytilegir og skemmtilegir."

 

Auður Bergdís  

Kennarar: Ásta María Þórarinsdóttir (E-RYT500, YACEP) sér um stærsta hluta námsins og til aðstoðar er Íris Thorlacius Hauksdóttir (CYT500). Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari, sér um anatómíu stoðkerfis og Sólveig Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og jógakennari, kennir ýmislegt um rekstur, bókhald og skattskil jógakennarans.  

73458959_10220916312245469_452581564635676672_n.jpg
yoga námskeið
Rakel og Jói.jpg
551044_3623117770896_726492277_n.jpg
bottom of page