top of page

Ertu útskrifaður jógakennari en vilt bæta við kunnáttuna?

Námskeiðin eru samþykkt af Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance of America

Amarayoga býður upp á framhaldsnám fyrir þau sem hafa lokið 200 tíma grunnnámi sem jógakennarar.

Námskeiðin gilda sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi á vegum Amarayoga. 

Að uppfylltum kröfum er veitt staðfestingarskjal eftir hvert námskeið sem er þannig fullgilt framhaldsnám á því sviði sem tekið er fyrir.

Að loknum 6 námskeiðum sem hvert um sig er 50 tímar hefur neminn lokið 300 tíma framhaldsnámi og getur skráð sig með 500 tíma nám að baki. 

​Námið er samþykkt af Yoga Alliance og Jógakennarafélagi Íslands.

Það er alveg sama í hvaða röð námskeiðin eru tekin. Hugleiðslunámskeiðið tengist við elsta tímabilið, Upanishad, Bhagavad Gita og Patanjali, sem sagt tímabilið frá því 1000 fyrir okkar tímatal og fram að 500 á okkar tímatali. Tantra námið tengist svo næsta tímabili, frá því um 500 til 1000 og aðeins rúmlega það. Hatha Yoga tekur svo við og gerir hugmyndafræði tantra meira líkamlega. Við ræðum um tímabilið frá því upp úr 1000 og til okkar dags.

Ef svo fer að námskeiðunum fjölgi verða anatómían og kennslutæknin skyldufög en afgangurinn val. 

Anatomia - 50 stundir - næst kennt vor 2024

anatomia.png

Í þessum hluta skoðum við bæði hin fornu Ayurveda fræði og nútíma anatomiu. Við skoðum hvernig mismunandi líkamsgerðir þurfa mismunandi nálgun á jóga. Við skoðum algeng meiðsli, bæði þau sem get orðið í jógaástundun og þau sem nemendur koma með til okkar. 

Kennslan fer fram á þremur helgum, kl. 09:00-18:00 á laugardögum og 09:00-17:00 á sunnudögum, með klukkustundar hléi í hádeginu.

 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, kennir grunn Ayurveda fræðanna og hvernig mismunandi jóga hentar mismunandi líkamgerðum. Hún fer einnig yfir það hvernig við getum aðlagað jógastöðurnar að einstaklingum og nýtt okkur hjálpartæki eins og kubba og bönd. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel meltingarkerfið og líffræði stoðkerfisins .

Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari, mun fara yfir algeng meiðsli og hvað ber að hafa í huga.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amayayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Kennsluhelgar verða 27-28 janúar, 24-25 febrúar og 23-24 mars 2024.

Verð kr 97.500.-

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Hugleiðslukennaranám - 50 stundir - næst kennt vor 2024

Viltu læra að stunda og leiða hugleiðslu.png

Hér er á ferðinni kennaraþjálfun þar sem við förum yfir aðferðir við hugleiðslu og hvernig við getum leitt hugleiðslutíma.

Kennslan fer fram á þremur helgum, kl. 09:00-18:00 á laugardögum og 09:00-17:00 á sunnudögum. EInnig verður kennsluefni á netinu. 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. Ásta mun kynna nokkrar hefðbundnar hugleiðsluaðferðir og hvernig væri hægt að leiða opna hóptíma. Hún fer einnig yfir sögu hugleiðslunnar og dregur fram mikilvægustu atriðin úr Bhagavad Gita og sútrunum frá Patanjali. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í taugakerfið og starfsemi heilans.

Dagana á milli helganna stunda nemar hugleiðslu sjálfir, hlusta á fyrirfram upptekna fyrirlestra á netinu og vinna heimavinnu.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amayayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Kennsluhelgar verða í apríl og maí 2023.

Verð kr 97.500.-

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Kennslutækni - 50 stundir - næst kennt haust 2024

Kennslu tækni.png

Hér æfum við kennslutækni. Við skoðum hvernig fólk lærir á mismunandi hátt og hvernig við nálgumst mismunandi gerðir af nemendum. Við æfum okkur í að setja saman tíma, vinnustofur og lengri námskeið. Við skoðum flóknari asönur og hvernig við getum kennt þær. Við skoðum pranayama og hvernig við leiðum fólk í gegnum þær æfingar. Við fáum svo æfingu í raddþjálfun með Vigdísi Gunnarsdóttur, leikkonu.  

Kennslan fer fram á þremur helgum, kl. 09.00 - 18:00 á laugardögum og kl 09:00-17:00 á sunnudögum, með klukkustundar hléi í hádeginu.

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í öndunarfærin og loftskipti líkamans.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amayayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Tantrayoga kennaranám - 50 stundir - næst kennt vor 2025

308376324_596997185434144_7864194522624138787_n.jpg
IMG_1081.HEIC

Á þessu námskeiði skoðum við hvað tantra raunverulega er (nei, það snýst ekki bara, og eiginlega minnst, um kynlíf) og hvernig við getum nýtt okkur margbreytilegar aðferðir tantra til að gera lífið betra, bæði á mottunni og utan hennar. Við skoðum hvernig þessi hefð sker sig frá klassísku jóga sem við kennum við Patanjali. Við skoðum möntrur og tilgang þeirra, yöntrur og tilgang þeirra, hvað puja er, diksha ofl. Við skoðum orkustövarnar og hvernig við getum nýtt okkur þær við hugleiðslu. Og við kynnumst gyðjunum, matríkunum og viskugyðjunum 10 og hvernig þær geta hjálpað okkur ef við viljum. 

Kennari: Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500.

Kennt er yfir 3 helgar, kl. 09:00-18:00 báða dagana. 

Hatha Yoga, út frá sögunni - 50 stundir - næst kennt vor 2025

Á þessu þriggja helga námskeiði skoðum við hvaðan líkamlegu jógastöðurnar eru komnar. Við skoðum forsöguna, upp úr hvaða jarðvegi hefðin er sprottin. Svo lesum við Hatha Yoga Pradipika, ritið sem Swatmarama skrifaði á 14. öld og skoðum hvað hann vildi kenna okkur. Að lokum skoðum við endurkomu hatha yoga á tuttugustu öldinni og hvað hefur breyst til dagsins í dag.

Þetta námskeið telst sem CE einingar hjá Yoga Alliance (50t). 

​Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um kennsluna.

Kennt verður dagana: nánar síðar

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Greiða skal 10.000.- staðfestingargjald við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst frá heildarverði.

Verð kr. 

Amara Nídra kennaranám - 50 stundir - næst kennt haust 2025 (eða fyrr)

yoga nidra.png

Jóga nídra er mögnuð aðferð til að hjálpa fólki við að ná djúpri slökun. Í þessu ástandi, milli svefns og vöku, er svo mögulegt að vinna með alskonar hluti sem geta verið að plaga fólk, svo sem streitu, óöryggi og ýmislegt annað, smærra og stærra. Þar fyrir utan eru tímarnir bara yndisleg slökun og góð leið til að hjálpa fólki við að ná góðum nætursvefni.

Það sem gerir jóga nídra námið í Amarayoga sérstakt er að í þessu námi skoðum við ekki eingöngu jóga nídra eins og það er kennt í dag, heldur skoðum við einnig hefðina sem aðferðin tengist, hið tantríska laya jóga. Við skoðum hugmyndafræðina og mismunandi aðferðir, og skoðum hvernig við getum nýtt okkur fornar hugmyndir um viskugyðjurnar tíu og orkuna sem hver þeirra færir okkur. Við fáum fræðslu um taugakerfi líkamans og skoðum hvernig við getum nýtt jóga nídra til að þjálfa líkamann í að gefa eftir. Það hjálpar okkur í gegnum eril daglegs lífs og getur hjálpar okkur til að sofna fyrr og sofa betur.

Nemendur fá að spreyta sig á að semja sín eigin handrit og fá gott rými til að æfa að leiða tíma.

Þetta nám fer fram á 3 helgum og upptökur af mismunandi tímum verða aðgengilegir gegnum netið. Einnig er ætlast til að nemendur mæti í æfingatíma hjá hvorum öðrum.

Kennsluhelgar verða 16-17 september, 14-15 október og 11-12 nóvember. Kennt er kl 09:00-18:00 á laugardögum og 9:00-17:00 á sunnudögum, með klukkustundar hléi í hádeginu.

Auk þess finnum við tíma fyrir æfingakennslu í Amarayoga eða með aðstoð zoom.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amayayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Ásta María, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni.

Íris Thorlacius Hauksdóttir fræðir nemendur um taugakerfi líkamans. 

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Verð kr. 95.000.- og skal greiðslu lokið fyrir 15. september.

Staðfestingargjald (óafturkræft), kr. 10.000.-, greiðist við skráningu og dregst af heildarverði.

bottom of page