Ertu útskrifaður jógakennari en vilt bæta við kunnáttuna?

Amarayoga býður uppá framhaldsnám fyrir þau sem hafa lokið 200 tíma grunnnámi sem jógakennarar.

Námskeiðin gilda sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi á vegum Amarayoga.

Að uppfylltum kröfum er veitt vottorð til staðfestingar.

Tantrayoga kennaranám - 40 stundir 

 

 

 

 

 

Á þessu námskeiði skoðum við hvað tantra raunverulega er (nei, það snýst ekki bara um kynlíf) og hvernig við getum nýtt okkur margbreytilegar aðferðir tantra til að gera lífið betra, bæði á mottunni og utan hennar. Við skoðum hvernig þessi hefð sker sig frá klassísku jóga sem við kennum við Patanjali. Við skoðum möntrur og tilgang þeirra, yöntrur og tilgang þeirra, hvað puja er, diksha ofl. Við skoðum orkustövarnar og hvernig við getum nýtt okkur þær við hugleiðslu. Og við kynnumst gyðjunum, matríkunum og viskugyðjunum 10 og hvernig þær geta hjálpað okkur ef við viljum. 

Kennari: Ásta María Þórarinsdóttir, RYT 500.

Kennt er yfir 3 helgar: 8-9 okt, 5-6 nóv og 3-4 des. 

Fyrstu tvær helgarnar er kennt laugardaga kl 13:00-17:00 og sunnudaga kl 09:00-17:00 með klukkustundar hlé í hádeginu. Þriðju helgina er kennt 09:00-17:00 báða dagana. Að auki þarf að vinna heimavinnu, lesa og útbúa jógatíma.

Skráning gegnum amarayoga@gmail.com. Við skráningu þarf að greiða óafturkræft staðfestingargjald uppá 10.000.-

Heildarverð kr. 85.000.-

Hatha Yoga Pradipika - 40 stundir - næst kennt vor 2023.

Hugleiðslukennaranám - 40 stundir - næst kennt vor 2024.

Tvær helgar í maí bjóðum við uppá kennaraþjálfun þar sem við förum yfir aðferðir við hugleiðslu og hvernig við getum leitt hugleiðslutíma.

Kennt verður kl 9.00-17:00 alla 4 dagana. Hádegishlé kl 12:00-13:00.

Ásta María Þórarinsdóttir, RYT500, sér um megnið af kennslunni. Ásta mun kynna nokkrar hefðbundnar hugleiðsluaðferðir og hvernig væri hægt að leiða opna hóptíma. Hún fer einnig yfir sögu hugleiðslunnar og dregur fram mikilvægustu atriðin úr sútrunum frá Patanjali.

Íris Thorlacius Hauksdóttir, RYT500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í taugakerfið og starfsemi heilans.

Dagana á milli helganna stunda nemar hugleiðslu sjálfir og vinna heimavinnu.

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

                                    

 

Ég var mjög ánægð með námskeiðið.

Það var mjög áhugavert og skemmtilegt.

 

Ef ég lýsi því í fáum orðum þá var það faglegt, fræðandi og skemmtilegt.

Kennarar alveg í sérflokki gerðu efnið lifandi og áhugavert.

Takk fyrir mig, elsku Ásta og Íris.

Guðbjörg 

Námskeiðið var skemmtilega upp byggt, með fyrirlestrum um jóga heimspeki og líffræði, umræðum og hugleiðslu og asana æfingum inná milli. Ásta og Íris hafa báðar virkilega notalega nærveru, koma efninu vel til skila og voru tilbúnar að svara öllum spurningum og ræða málin sem gerði stemninguna létta og þægilega. Þær hafa greinilega brennandi áhuga á viðfangsefninu og það skín í gegn í kennslunni!

Inga

Viltu læra að stunda og leiða hugleiðslu.png
308376324_596997185434144_7864194522624138787_n.jpg