top of page

Ertu útskrifaður jógakennari en vilt bæta við kunnáttuna?

Amarayoga býður upp á framhaldsnámskeið fyrir þau sem hafa lokið 200 tíma grunnnámi sem jógakennarar. Námskeiðin gilda endurmenntun fyrir jógakennara en einnig sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi á vegum Amarayoga. 

Að uppfylltum kröfum er veitt staðfestingarskjal eftir hvert námskeið sem er þannig fullgilt framhaldsnám á því sviði sem tekið er fyrir.

Eftirfarandi námskeið veita kennsluréttindi á ákveðnu sviði: Klassískt tantra, Amara nídra, Jóga og ayurveda, Hugleiðsla, og Pranayama.

Eftirfarandi námskeið veita ekki sérstök kennsluréttindi, en eru skylda fyrir þau sem stefna á að ljúka 300 tíma framhaldsnámi á vegum Amarayoga. Þessi námskeið auka þekkingu og færni: Hefðir hatha yoga, Jóga anatómía, Kennslutækni og Heimspeki.

Ef þú vilt fylgjast með og fá fréttir af námskeiðunum, endilega hafðu samband á amarayoga@gmail.com og skráðu þig á póstlista.

Námið er samþykkt af Yoga Alliance (www.yogaalliance.org) og Jógakennarafélagi Íslands (www.jogakennari.is).

Heimspeki jóga 1 (14 stundir) - kennt í gegnum netið

heimspeki jóga 1.png

Á þessu námskeiði skoðum við ræturnar og jarðveginn. Við kynnumst Vedunum lítilsháttar og skoðum valda kafla úr Upanishad ritunum. Loks skoðum við vel eitt þekktasta rit innan jógaheimsins:  Jógasútrur Patanjalis.

Nemendur fá aðgang að fyrirfram uppteknum fyrirlestrum um efnið sem hægt er að skoða þegar vel stendur á. Við munum hittast nokkrum sinnum í gegnum Zoom, til að ræða málin og fá svör við spurningum sem kunna að koma upp. Nemendur þurfa að leysa nokkur verkefni heima og senda inn til yfirferðar.

Nánar um skipulag og tímasetningu síðar.

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um kennsluna.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

Ekkert mælir á móti því að allir áhugasamir geti tekið þátt.

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeið máttu endilega hafa samband.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Heimspeki jóga 2 (14 stundir) - kennt í gegnum netið

heimspeki jóga 2.png

Á þessu námskeiði skoðum við ræturnar og jarðveginn. Við skoðum heimspekina á bak við Advaita Vedanta hefðina, Bhagavad Gita, Brahma Sutra og Upanishad. Við kynnumst einnig Shankaracharya sem á heiðurinn af þessari hefð. klassísku 

Nemendur fá aðgang að fyrirfram uppteknum fyrirlestrum um efnið sem hægt er að skoða þegar vel stendur á. Við munum hittast nokkrum sinnum í gegnum Zoom, til að ræða málin og fá svör við spurningum sem kunna að koma upp. Nemendur þurfa að leysa nokkur verkefni heima og senda inn til yfirferðar.

Nánar um skipulag og tímasetningu síðar.

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um kennsluna.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

Ekkert mælir á móti því að allir áhugasamir geti tekið þátt.

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Jóga anatómía (25 stundir) 

Næst kennt í september 2025

Jóga anatómía og hvernig hægt er að aðlaga jógastöður svo þær henti sem flestum. (2).png

Í þessum hluta skoðum við jógaæfingarnar út frá anatómíu líkamans. Við skoðum algeng meiðsli, bæði þau sem geta orðið í jógaástundun og þau sem nemendur koma með til okkar. Við skoðum hvernig má aðlaga jógastöður að mismunandi líkömum ofl.

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara yfir líffræði stoðkerfisins .

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, YACEP, fer yfir algeng líkamleg vandamál og hvernig við vinnum með þau sem jógakennarar, hvernig beinabygging er mismunandi hjá fólki sem gefur fólki mismunandi möguleika í jógastöðunum, hvernig við getum aðlagað jógastöðurnar að einstaklingum og nýtt okkur hjálpartæki eins og kubba og bönd, og ýmislegt fleira. 

Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari, mun ræða við okkur um verki í líkamanum, ástæður og viðbrögð. 

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

Kennt er yfir 2 helgar:

13-14 september 2025

27-28 september 2025

 

Kennt er kl 11:00-18:00 á laugardögunum og kl 09:00-15:00 á sunnudögunum.

Verð kr. 57.500.-​

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi síðasta skráningardag.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

​Síðasti skráningardagur er föstudagur 21. mars 2025

Hefðir Hatha Yoga (50 stundir) 

Á þessu fjögurra helga námskeiði skoðum við hvaðan líkamlegu jógastöðurnar eru komnar. Við skoðum forsöguna, upp úr hvaða jarðvegi hefðin er sprottin. Svo lesum við Hatha Yoga Pradipika, ritið sem Swatmarama skrifaði á 14. öld og skoðum hvað hann vildi kenna okkur. Að lokum skoðum við endurkomu hatha yoga á tuttugustu öldinni og mismunandi hefðir dagsins í dag.

Þetta námskeið telst sem CE einingar hjá Yoga Alliance (50t). 

​Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um kennsluna.

Haust 2025. Nánar um skipulag og tímasetningu síðar.

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Greiða skal 10.000.- staðfestingargjald við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst frá heildarverði.

Amara Nídra - kennaranám (50 stundir) 

yoga nidra.png

Jóga nídra er mögnuð aðferð til að hjálpa fólki við að ná djúpri slökun. Í þessu ástandi, milli svefns og vöku, er svo mögulegt að vinna með alskonar hluti sem geta verið að plaga fólk, svo sem streitu, óöryggi og ýmislegt annað, smærra og stærra. Þar fyrir utan eru tímarnir bara yndisleg slökun og góð leið til að hjálpa fólki við að ná góðum nætursvefni.

Það sem gerir jóga nídra námið í Amarayoga sérstakt er að í þessu námi skoðum við ekki eingöngu jóga nídra eins og það er kennt í dag, heldur skoðum við einnig hefðina sem aðferðin tengist, hið tantríska laya jóga. Við skoðum hugmyndafræðina og mismunandi aðferðir, og skoðum hvernig við getum nýtt okkur fornar hugmyndir um viskugyðjurnar tíu og orkuna sem hver þeirra færir okkur. Við fáum fræðslu um taugakerfi líkamans og skoðum hvernig við getum nýtt jóga nídra til að þjálfa líkamann í að gefa eftir. Það hjálpar okkur í gegnum eril daglegs lífs og getur hjálpar okkur til að sofna fyrr og sofa betur.

Nemendur fá að spreyta sig á að semja sín eigin handrit.

​Nánar um skipulag og tímasetningu síðar.

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amayayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Ásta María, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni.

Íris Thorlacius Hauksdóttir fræðir nemendur um taugakerfi líkamans. 

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Staðfestingargjald (óafturkræft), kr. 10.000.-, greiðist við skráningu og dregst af heildarverði.

Jóga og Ayurveda - kennaranám (25 stundir) 

Yoga og ayurveda.png

Í þessum hluta skoðum við hin fornu fræði ayurveda og hvaða hugsun liggur að baki þeim. Við skoðum hvernig ayurveda skiptir fólki upp í mismunandi líkamsgerðir og hvernig mismunandi líkamsgerðir þurfa mismunandi nálgun á jóga. Við æfum okkur í að setja upp tíma fyrir hinar mismunandi líkamsgerðir, vata, pitta og kapha.

 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, YACEP og ayurveda lífsstílsleiðbeinandi frá American Institude of Vedic Studies, kennir grunn ayurveda fræðanna og hvernig mismunandi jóga hentar mismunandi líkamsgerðum. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel yfir starfsemi meltingarkerfisins.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

​Nánar um tímasetningu og skipulag síðar.

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

Verð fyrir Jóga og ayurveda er kr

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Hugleiðsla - kennaranám (25 stundir) 

Viltu læra að stunda og leiða hugleiðslu (1).png

Hér er á ferðinni kennaraþjálfun þar sem við förum yfir aðferðir við hugleiðslu og hvernig við getum leitt hugleiðslutíma.

Kennslan fer fram á þremur helgardögum kl. 09:00-17:00.

Þau sem taka þátt í gegnum netið fá aðgang að kennsluefni á annan hátt. Þeim er svo velkomið að vera með staðnemunum á lokadeginum.

Nemendur æfa sig sjálfir að hugleiða, að leiða aðra í gegnum hugleiðslu, og þurfa svo að leiða samnemendur sína í gegnum einn tíma. 

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. Ásta mun kynna nokkrar hefðbundnar hugleiðsluaðferðir og hvernig væri hægt að leiða opna hóptíma. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í taugakerfið og starfsemi heilans.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance.

 

Nánar um skipulag og tímasetningu síðar. 

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Kennslutækni (25 stundir) 

Kennslu tækni.png

Hér æfum við kennslutækni. Við skoðum hvernig fólk lærir á mismunandi hátt og hvernig við nálgumst mismunandi gerðir af nemendum. Við æfum okkur í að setja saman tíma, vinnustofur og lengri námskeið. Við skoðum mismunandi kennslustíla og athugum hvað við þurfum að hafa í huga ef við kennum einkatíma (maður á mann). Við skoðum flóknari asönur og hvernig við getum kennt þær. 

Kennslan fer fram á tveimur helgum, kl 13:00-18:00 á laugardögum og kl. 09.00 - 17:00 á sunnudögum, með klukkustundar hléi í hádeginu.

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, kennir um skilningarvitin sem við notum þegar við lærum. 

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance:

https://r.yogaalliance.org/YACEPPublicProfile?cepid=35137#/section=2

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

 

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Verð kr. 

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Pranayama og rödd jógakennarans - kennaranám (25 stundir)

Pranayama.png

Hér skoðum við öndun og loftskipti líkamans, pranayama öndunaræfingar og hvernig við leiðum fólk í gegnum þær æfingar, ásamt því að leiða asana tíma með áherslu á pranayama. Við fáum svo æfingu í raddþjálfun með Vigdísi Gunnarsdóttur, leikkonu.  

Kennslan fer fram á tveimur helgum, kl 13:00 - 17:00 á laugardögum og 09.00 - 17:00 á sunnudögum, með klukkustundar hléi í hádeginu. Einnig verður fræðsla á netinu.

Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500, sér um megnið af kennslunni. 

Íris Thorlacius Hauksdóttir, JKFÍ-RYT-500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í öndunarfærin og loftskipti líkamans.

Vigdís Gunnarsdóttir, leikkona, hjálpar okkur að ná í bestu röddina okkar.

Þetta námskeið telst sem hluti af 300 tíma framhaldsnámi Amarayoga en stendur einnig sjálfstætt sem framhaldsnámskeið fyrir jógakennara (CEU). Námið er samþykkt af Yoga Alliance:

https://r.yogaalliance.org/YACEPPublicProfile?cepid=35137#/section=1

 

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

Mantramarga (Leið möntrunnar) - kennaranám (50 stundir) 

www.amarayoga.is.png

Þetta námskeið hét áður Tantrayoga, en vegna tenginga í huga fólks við "neo-tantra" og kynlíf hefur nafninu verið breytt í Leið möntrunnar. Hér er á ferðinni námskeið um hefðir Indverja á tímabilinu í kringum 400-1200. Á því tímabili komu margar nýjar hugmyndir inn í heim jógans. Ritin sem geyma lýsingar hefðanna eru ýmist kölluð töntrur, agömur eða söfnin (samhitas).

Á þessu námskeiði skoðum við nýju hugmyndir og hvernig þær hefur þróast til dagsins í dag. Tantra var oft kallað "Leið möntrunnar" þar sem möntrur spila svo stórt hlutverk í aðferðunum. Við skoðum stækkun samkhya sköpunarkerfisins, innvígslur og fyrirferðarmiklar athafnir. Á þessu tímabili birtast gyðjurnar sem kvenhlið almættisins. Þær birtast sem shakti

Við skoðum hefðina eins og hún var og eins og hún hefur skilað sér til okkar í dag. Við skoðum möntrur og tilgang þeirra, yöntrur og tilgang þeirra, hvað puja er, diksha ofl. Við skoðum hvernig orkustövarnar voru upphaflega hugsaðar og hvernig við getum nýtt okkur þær við hugleiðslu. Við kynnumst gyðjunum, matríkunum og viskugyðjunum 10 og hvernig þær geta hjálpað okkur ef við viljum. Og við skoðum hvernig við getum nýtt okkur þessa gömlu hefð í jógatímum dagsins í dag. 

Kennari: Ásta María Þórarinsdóttir, E-RYT500 

Kennt er yfir 4 helgar:

Á laugardögum er kennt kl 11:00-18:00

Á sunnudögum er kennt kl 09:00-15:00

Verð kr            , þar af óafturkræft staðfestingargjald kr 10.000.- sem greiðist við skráningu.

Kennsluefni er innifalið.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði máttu endilega hafa samband.

©2012 Amarayoga. Allur réttur áskilinn

Amarayoga

Helluhraun 16-18, 220 Hafnarfjörður

Netfang: amarayoga@gmail.com

  • Facebook Clean Grey
  • Instagram
bottom of page