Ertu útskrifaður jógakennari en vilt bæta við kunnáttuna?

Amarayoga býður uppá framhaldsnám fyrir þau sem hafa lokið 200 tíma grunnnámi sem jógakennarar.

ATH að einungis 10 pláss eru í boði í hvern hóp. 

Hugleiðslukennaranám - 40 stundir - næst kennt 14-15 og 28-29 maí 2022.

Tvær helgar í maí bjóðum við uppá kennaraþjálfun þar sem við förum yfir aðferðir við hugleiðslu og hvernig við getum leitt hugleiðslutíma.

Kennt verður kl 9.00-17:00 alla 4 dagana. Hádegishlé kl 12:00-13:00.

Ásta María Þórarinsdóttir, RYT500, sér um megnið af kennslunni. Ásta María hefur stundað jóga af og á í yfir 40 ár, kennt og lært markvisst í yfir 20 ár og þjálfað jógakennara í yfir 10 ár. Ásta mun kynna nokkrar hefðbundnar hugleiðsluaðferðir og hvernig væri hægt að leiða opna hóptíma. Hún fer einnig yfir sögu hugleiðslunnar og dregur fram mikilvægustu atriðin úr sútrunum frá Patanjali.

Íris Thorlacius Hauksdóttir, RYT500, líffræðingur og jógakennari, mun fara vel í taugakerfið og starfsemi heilans.

Dagana á milli helganna stunda nemar hugleiðslu sjálfir og vinna heimavinnu.

Staðfestingargjald, kr 10.000.- skal greitt við skráningu. Staðfestingargjaldið er óafturkræft og dregst af heildarverðinu. Lokagreiðslan skal berast í síðasta lagi sólahring fyrir upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram gegnum amarayoga@gmail.com.

Verð: kr 64.000.- allt kennsluefni innifalið.

Jóga nídra kennaranám - 40 stundir - í undirbúningi

Ásta María Þórarinsdóttir, RYT500, sér um kennsluna með aðstoð frá Grétu Hergils.