Jógakennaranám 200/300 tímar
Amarayoga býður upp á jógakennaranám, bæði 200 tíma grunnnám og 300 tíma framhaldsnám, sem er skráð hjá Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance of America. 200 tíma námið veitir alþjóðleg réttindi til að kenna hefðbundna jógatíma, hatha yoga og vinyasa. Framhaldsnámið bætir svo við þekkinguna og kennir fleiri leiðir.
Námið er byggt upp á mismunandi hátt, ýmist sem staðnám eða fjarnám, eða bland beggja. Fylgstu með og veldu leiðina sem passar þér best. Þú getur klárað námið á þeim hraða sem passar þér best, tekið eitt og eitt námskeið í einu eða allt í einni langri syrpu.
Ef þú hefur nú þegar lokið kennaranámi og ert á skrá hjá Yoga Alliance, þarftu að uppfylla kröfur um endurmenntun / viðbótarnám, 30 CEU einingar á þriggja ára fresti. Þú finnur þessi námskeið hérna líka, þar sem þú finnur allt um 300 tíma framhaldsnámið.
Amarayoga leitast við að kenna kreddulaust. Við skoðum mismunandi leiðir og hefðir eftir bestu getu án fordóma. Amarayoga er ekki "guru jóga"
Þú finnur allt um 200 tíma grunnnámið hér:
og hér finnurðu svo allt um 300 tíma framhaldsnámið:
Áttu þér draum um að verða jógakennari? Eða viltu fræðast um jóga og jafnvel fara leið kennarans og byggja þig upp persónulega? Ekki bíða. Lífið er núna.