

ANDA - LIFA - NJÓTA
- eitt skref í einu...
Næsta sumar, í júlí 2026, verður Amarayoga með heilsueflandi vikudvöl í ítölsku ölpunum! Við ætlum að dvelja með fjallabúum, í litlu þorpi í hlíðinni, ganga saman upp um fjöll og fyrnindi og mýkja okkur með jóga inn á milli!
Ferðin sumarið 2025 seldist upp á skömmum tíma.
Ef þú vilt vita meira um þessa ferð, eða aðrar ferðir í framtíðinni, ertu velkomin/n í hópinn á Facebook, ANDA - LIFA - NJÓTA, eða þú getur sent línu á amarayoga@gmail.com og ég skrái þig á póstlista!
Hérna eru nokkrar myndir frá ferðinni 2025:
Þú finnur okkur á Instagram @ANDALIFANJOTA
Og hérna er hlekkurinn á Facebook hópinn, ANDA - LIFA - NJÓTA:
Alessandra og Ásta María uppi á La Crocetta

Við ætlum að eiga viku saman í fjöllunum, í einföldu lífi, án áreitis. Við dveljum í litlu þorpi sem heitir Pradleves, á litlu gistiheimili sem heitir La Pace (Friðurinn). Þetta gistiheimili hefur verið rekið af sömu fjölskyldu í yfir 100 ár! Við verðum í hálfu fæði á gistiheimilinu sem verslar ekki inn nein aðföng í yfir kílómeters fjarlægð. Allt hráefni er því ferskt úr héraði og það finnst á bragðinu.
Hitastigið á svæðinu yfir hásumar er mjög þægilegt, oftast í kringum 25 gráður yfir hádegið.
Dagarnir okkar fara mest í göngur um fjöllin í kring. Við munum einnig heimsækja fallega bæi í nágrenninu og soga í okkur menningu Occitaníu. Við stingum jógaæfingum inn hér og þar, þar sem við finnum góða grasbala á leiðinni.
Ferðin er skipulögð af Ástu Maríu sem nýtur aðstoðar íbúa staðarins. Alessandra hjálpar okkur á milli staða og leiðsegir í fjallagöngunum, Ásta María sér um jógatímana og Cinzia í La Pace sér um að allir fái nóg að borða.
Sumarið 2025 enduðu þau sem höfðu tök á því ferðina með 3 dögum í Nice þar sem sólin og sjórinn léku við fólk eftir göngurnar.
Athugið að við göngum að jafnaði 10 km á dag, stundum styttri leiðir og stundum lengri. Við göngum í fjöllunum, svo gangan getur tekið smá í fótinn. En við göngum bara eitt skref í einu svo ef við erum í þokkalegu formi er þetta ekkert vandamál.
Skráðu þig á póstlista ef þú vilt fylgjast með og fá nánari upplýsingar þegar þær eru tilbúnar.

Cinzia og Ásta María fyrir utan La Pace