Gleðilegt ár, kæru jógar!

Við opnum miðvikudaginn 13. janúar!

Árið 2021 mun vonandi gefa okkur fleiri samverustundir en það síðasta. Athugið að við höfum útbúið sérstakar umgengnisreglur vegna Covid-19 og þú getur séð þær hér á síðunni.

 og við getum varla beðið eftir að geta opnað og tekið á móti ykkur aftur!  

Breyttir tímar kalla á breytt skipulag!

Öll kennsla fer fram í litlum, lokuðum hópum. Við gætum vel að fjarlægðarmörkum og hreinlæti. Á meðan þetta ástand varir er nauðsynlegt að tryggja sér pláss í hóp, ekki er mögulegt að mæta óskráður. 

Í Amarayoga er áhersla lögð á faglega kennslu sem byggir á gamalreyndum aðferðum sem hafa staðist tímans tönn. Við byggjum á klassísku yoga Patanjalis þar sem stefnt er að því að kyrra hugann. Ekkert er mikilvægara í hraða nútímasamfélags. Við notum líkamann sen verkfæri til að kyrra hugann. Sterkur og liðugur líkami er aukaverkun ;) Æfingarnar byggja á gömlum grunni, en með nútíma þekkingu á anatómíu í huga. Með réttri einbeitingu, öndun og slökun nær hugurinn ákveðinni ró, sem er hið sanna jóga. Með ró í huga verður allt skýrara og lífið einfaldara. Við heyrum jafnvel okkar eigin rödd.

Salurinn í Amarayoga er ekki heitur. Hann er bara notalega hlýr. Það er engin þörf fyrir handklæði á dýnuna.

Gefðu þér tíma fyrir jóga. Rólegur hugur í sáttum líkama skilar sér margfalt til baka.

Endilega vafraðu um síðuna og skoðaðu hvað er á döfinni. Svo ertu alltaf velkomin/n í frían prufutíma.

Finndu okkur líka á Facebook og fylgstu með daglegum fréttum þar.

         

                    

Amarayoga er lítil og persónuleg jógastöð í hjarta Hafnarfjarðar. 

Amarayoga hóf starfsemi vorið 2011.

Amarayoga er almennt lokað alla opinbera frídaga. 

Það er lokað frá 20. des til 6. jan og allan júlímánuð.

© 2012 AMARAYOGA

HAFA SAMBAND
Netfang: amarayoga@gmail.com
Sími: 691-1605

STAÐSETNING
Amarayoga
Strandgata 11
220 Hafnarfjörður

  • Facebook Clean Grey
  • Pinterest Clean Grey
CV4D8316