top of page

Amarayoga er lítið og notalegt jógastúdíó í hjarta Hafnarfjarðar

Jogastudio

Markmiðið okkar er að bjóða upp á jógatíma sem eru aðgengilegir sem allra flestum. Tímarnir eru rólegir og kenndir af yfirvegun. Salurinn er ekki hitaður umfram eðlilegan stofuhita. Við bjóðum upp á mjúka tíma og kraftmeiri tíma og einn og einn tíma af jóga nídra djúpslökun. Ef þú átt erfitt með að komast til okkar, eða ef þú ert á ferðalagi, bjóðum við þér upp á tíma í gegnum netið. Þetta eru 30 daga áskriftir af 30 tímum sem eru flestir í kringum 30 mínútur - sjá "30x30." Við bjóðum fyrsta tímann alltaf sem frían prufutíma, svo endilega komdu og athugaðu hvort þessir tímar henti þér. Þú þarft ekkert að skrá þig, þú finnur bara tíma í töflunni og mætir. Svo, ef þú vilt halda áfram, finnum við út hvernig áskrift passar þér best. Við erum með dýnur og allt sem þú þarft á staðnum.

Jól 2023

Amarayoga fer í jólafrí 20. desember og opnar aftur 4. janúar. Öll kort leggjast í eter a meðan stöðin er í fríi.

Gjafakort í jólagjöf

Gjafakort eru sniðug jólagjöf fyrir þau sem hafa áhuga á jóga. Þú getur alveg ráðið gjöfinni, getur valið mánaðarkort, 10 tíma kort, jóga nídra kvöldnámskeið, eða fengið eitthvað sérsniðið eins og 5 tíma kort. Hafðu samband gegnum amarayoga@gmail.com

404495092_911376333996226_493194046886439145_n.jpg

Við bjóðum upp á jógakennaranám, bæði 200 tíma grunnnám og 300 tíma framhaldsnám. Námið er samþykkt af Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance of America. Við bjóðum einnig upp á alþjóðlega viðurkennd framhaldsnámskeið (CEU) sem eru uppfylla kröfur Yoga Alliance um endurmenntun þeirra kennara sem eru skráðir hjá þeim. 

​Í haust buðum við svo í fyrsta sinn upp á jóganám fyrir þau sem vilja læra fræðin án þess að klára kennaranám.

bottom of page