Amarayoga er lítil og persónuleg jógastöð í hjarta Hafnarfjarðar

Við bjóðum þér í frían prufutíma.

Veldu hvaða tíma sem er úr töflunni sem þú finnur undir "opnir tímar." Þú mætir nokkrum mínútum fyrir tímann og lætur kennarann vita að þú ert að koma í prufu. Þú þarft ekkert að hafa með þér annað en líkama, sál og mjúk föt. Eftir tímann tekurðu stöðuna og skráir þig ef þú vilt ;)

Við bjóðum einnig uppá lokaða hópa. Í lokuðum hóp ertu alltaf viss um plássið þitt og hverjir eru með þér í hópnum. Við getum ekki boðið uppá prufutíma í lokuðum hóp nema við auglýsum það sérstaklega.

Amarayoga er almennt lokað alla opinbera frídaga. 

Það er lokað frá 20. des til 6. jan og allan júlímánuð.

Gefðu þér tíma fyrir jóga. Rólegur hugur í sáttum líkama skilar sér margfalt til baka.

Endilega vafraðu um síðuna og skoðaðu hvað er á döfinni. Svo ertu alltaf velkomin/n í frían prufutíma.

Finndu okkur líka á Facebook og fylgstu með daglegum fréttum þar :-)

         

                    

Amarayoga hóf starfsemi vorið 2011.

Áhersla er lögð á faglega kennslu sem byggir á gamalreyndum aðferðum sem hafa staðist tímans tönn. 

Amarayoga byggir á klassísku yoga Patanjalis, sem stefnir að því að kyrra hugann. Ekkert er mikilvægara í hraða nútímasamfélags. Við notum líkamann sen verkfæri til að kyrra hugann. Sterkur og liðugur líkami er aukaverkun ;) Æfingarnar byggja á gömlum grunni, en með nútíma þekkingu á anatómíu í huga. Með réttri einbeitingu, öndun og slökun nær hugurinn ákveðinni ró, sem er hið sanna jóga. Með ró í huga verður allt skírara og lífið einfaldara. Við heyrum jafnvel okkar eigin rödd.

Salurinn í Amarayoga er ekki heitur. Hann er bara notalega hlýr. Það er engin þörf fyrir handklæði á dýnuna.

© 2012 AMARAYOGA

HAFA SAMBAND
Netfang: amarayoga@gmail.com
Sími: 691-1605

STAÐSETNING
Amarayoga
Strandgata 11
220 Hafnarfjörður

  • Facebook Clean Grey
  • Pinterest Clean Grey