top of page

Amarayoga er lítið og notalegt jógastúdíó í hjarta Hafnarfjarðar

Jogastudio

Markmiðið okkar er að bjóða upp á jógatíma sem eru aðgengilegir sem allra flestum. Tímarnir eru rólegir og kenndir af yfirvegun. Salurinn er ekki hitaður umfram eðlilegan stofuhita. Við bjóðum upp á mjúka tíma og kraftmeiri tíma og einn og einn tíma af jóga nídra djúpslökun. Ef þú átt erfitt með að komast til okkar, eða ef þú ert á ferðalagi, bjóðum við þér upp á tíma í gegnum netið. Þetta eru 30 daga áskriftir af 30 tímum sem eru flestir í kringum 30 mínútur - sjá "30x30." Við bjóðum fyrsta tímann alltaf sem frían prufutíma, svo endilega komdu og athugaðu hvort þessir tímar henti þér. Þú þarft ekkert að skrá þig, þú finnur bara tíma í töflunni og mætir. Svo, ef þú vilt halda áfram, finnum við út hvernig áskrift passar þér best. Við erum með dýnur og allt sem þú þarft á staðnum.

ATH! Amarayoga flytur í sumar og opnar með breytta tímatöflu í haust.

Þriggja mánaða kortin falla úr sölu núna það sem eftir er af vorönn, en í staðinn verður hægt að fá 2 mánaða kort þessa viku, eða til 20. apríl. Verð fyrir 2 mánuði er kr 28.000.-

10 tíma kort sem keypt eru þetta vorið leggjast í dvala yfir sumarfríið og taka gildi á ný í haust.

Við förum í sumarfrí 20. júní og opnum svo á nýjum stað, í stærri og betri sal, 1. september.

Amarayoga býður upp á jógakennaranám, bæði 200 tíma grunnnám og 300 tíma framhaldsnám. Námið er samþykkt af Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance of America. Við bjóðum einnig upp á alþjóðlega viðurkennd framhaldsnámskeið (CEU) sem uppfylla kröfur Yoga Alliance um endurmenntun þeirra kennara sem eru skráðir hjá þeim. 

​Haustið 2024 verður námið tileinkað landsbyggðinni og verður að stórum hluta kennt í gegnum vefinn. 

bottom of page