top of page

Amarayoga er lítið og notalegt jógastúdíó í hjarta Hafnarfjarðar

Jogastudio

Markmiðið okkar er að bjóða upp á jógatíma sem eru aðgengilegir sem allra flestum. Tímarnir eru rólegir og kenndir af yfirvegun. Salurinn er ekki hitaður umfram eðlilegan stofuhita. Við bjóðum upp á mjúka tíma og kraftmeiri tíma og einn og einn tíma af jóga nídra djúpslökun. Ef þú átt erfitt með að komast til okkar, eða ef þú ert á ferðalagi, bjóðum við þér upp á tíma í gegnum netið. Þetta eru 30 daga áskriftir af 30 tímum sem eru flestir í kringum 30 mínútur - sjá "30x30." Við bjóðum fyrsta tímann alltaf sem frían prufutíma, svo endilega komdu og athugaðu hvort þessir tímar henti þér. Þú þarft ekkert að skrá þig, þú finnur bara tíma í töflunni og mætir. Svo, ef þú vilt halda áfram, finnum við út hvernig áskrift passar þér best. Við erum með dýnur og allt sem þú þarft á staðnum.

Við bjóðum upp á jógakennaranám, bæði 200 tíma grunnnám og 300 tíma framhaldsnám. Námið er samþykkt af Jógakennarafélagi Íslands og Yoga Alliance of America. Við bjóðum einnig upp á alþjóðlega viðurkennd framhaldsnámskeið (CEU) sem eru uppfylla kröfur Yoga Alliance um endurmenntun þeirra kennara sem eru skráðir hjá þeim. 

​Í haust buðum við svo í fyrsta sinn upp á jóganám fyrir þau sem vilja læra fræðin án þess að klára kennaranám.

ATH að þessa dagana stendur yfir smá endurskoðun á skipulagi framhaldsnámsins. Einhverjum 50 stunda lotum verður skipt niður í 25 stunda lotur til að einfalda uppsetninguna og gera þátttakendum auðveldara fyrir. Í einhverjum tilfellum verður hægt að bjóða fleirum en útskrifuðum jógakennurum með í hluta námskeiðanna, en aldrei verður þó hægt að klára og útskrifast nema að undangegnu 200 tíma námi.

bottom of page