
Amarayoga er lítið og persónulegt jógastúdíó í hjarta Hafnarfjarðar

Við bjóðum upp á opna tíma og lokuð námskeið. Við viljum að öll finni að þau eru velkomin og finni vonandi tíma við sitt hæfi. Endilega komdu og prófaðu frían tíma!
Við bjóðum einnig upp á viðurkennt jógakennaranám, bæði 200 tíma grunnnám og 300 tíma framhaldsnám.
Í haust bjóðum við einnig upp á jóganám fyrir þau sem vilja vita meira en stefna ekki á að kenna.
Endilega vafraðu um síðuna og sjáðu hvað er í boði.
Hefur þig lengi langað að vita meira um jóga og fræðin sem liggja að baki?
Haustið 2023 verður í fyrsta sinn boðið upp á jóganám sem þarf ekki endilega að stefna að útskrift með kennsluréttindi. Við bjóðum þér að vera með kennaranemunum fyrri önnina!

Gefðu þér tíma fyrir jóga. Rólegur hugur í sáttum líkama skilar sér margfalt til baka. Endilega vafraðu um síðuna og skoðaðu hvað er á döfinni.
Finndu okkur á Facebook og fylgstu með daglegum fréttum þar.