top of page

Jóganám

atha_edited.jpg
wp4ec25e90_05_06.jpg

Hefur þig lengi langað að vita meira um jóga og fræðin sem liggja á bak við?

Við bjóðum þér að vera með kennaranemunum fyrri önnina! 

Námið fer fram á fjórum kennsluhelgum, kl 09:00-18:00 bæði laugardag og sunnudag, með klukkustundar hléi í hádeginu. Einnig fá nemendur fyrirlestra á netinu, og kennsluefni í pdf formi. 

Við munum skoða söguna og heimspekina og æfingarnar. Við fáum sjúkraþjálfara til okkar sem fer með okkur yfir anatómíu líkamans. Við skoðum "líkama jógans", orkurásir og orkustöðvar, pranayama öndunaræfingar, hreinsanirnar sex og margt fleira.

Í lok námsins fá þátttakendur viðurkenningu á þátttöku og eru velkomnir á framhaldsnámskeið fyrir jógakennara í Amarayoga, en þó án þess að taka þátt í æfingakennslu og án kennsluréttinda.

Ef þú skiptir um skoðun eftir að námið er hafið og langar að útskrifast sem jógakennari, er ekkert mál að bætast í hópinn á seinni önninni, að því gefnu að það sé pláss. 

Endilega hafðu samband gegnum amarayoga@gmail.com ef þetta námskeið kallar á þig.

Verð fyrir þetta nám er kr 235.000.- sem greiðast fyrir upphaf náms. 

Innfalinn er frjáls aðgangur að tímum stöðvarinnar meðan á námskeiðinu stendur.

Dagsetningar:

31. ágúst og 1. september 2024

28. - 29. september 2024

26. - 27. október 2024

23. - 24. nóvember 2024

Kennt er frá kl 09:00 til 18:00 með klukkutíma hléi í hádeginu,

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur spurningar!

bottom of page