top of page

Jóganám

Hefur þig lengi langað að vita meira um jóga og fræðin sem liggja á bak við?

Haustið 2023 verður í fyrsta sinn boðið upp á jóganám sem þarf ekki endilega að stefna að útskrift með kennsluréttindi. Við bjóðum þér að vera með kennaranemunum fyrri önnina! 

Námið fer fram á þremur kennsluhelgum, kl 09:00-18:00 bæði laugardag og sunnudag, með klukkustundar hléi í hádeginu. Einnig fá nemendur fyrirlestra á netinu, og kennsluefni í pdf formi. 

Við munum skoða söguna og heimspekina og æfingarnar. Við skoðum "líkama jógans", orkurásir og orkustöðvar, pranayama öndunaræfingar, hreinsanirnar sex og margt fleira.

Ef þú skiptir um skoðun eftir að námið er hafið og langar að útskrifast sem jógakennari, er ekkert mál að bætast í hópinn á seinni önninni, að því gefnu að það sé pláss. 

Endilega hafðu samband gegnum amarayoga@gmail.com ef þetta námskeið kallar á þig.

Verð fyrir þetta nám er kr 150.000.- sem greiðast fyrir upphaf náms. 

Innfalinn er frjáls aðgangur að tímum stöðvarinnar meðan á námskeiðinu stendur.

Dagsetningar:

2-3 september 2023

30 sept-1 okt 2023

28-29 október 2023

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur spurningar!

bottom of page