
Jógakennaranám
Amarayoga hefur boðið uppá 200 tíma jógakennaranám frá árinu 2011. Námið er samþykkt af Jógakennarafélags Íslands og uppfyllir kröfur Yoga Alliance of America. Skráning hjá YA er í vinnslu. Einungis 12 eru tekin inn í hvern hóp og kennt yfir heilan vetur til að hámarka gæði námsins. Nemar hafa góðan aðgang að kennaranum meðan á náminu stendur og svo áfram um ókomna framtíð. Útskrifaður nemi verður hluti af samfélagi Amarayoga kennara sem halda hópinn á FB. Skoðaðu nánar undir flipanum "jógakennaranám 200 tímar".
300 tíma framhaldsnám, samþykkt af Jógakennarafélagi Íslands, hófst hjá Amarayoga haustið 2019. Kennt er eina helgi í mánuði yfir fjórar annir. Athugið að forkröfur fyrir framhaldsnámið eru að hafa lokið grunnnámi. Skoðaðu nánar undir flipanum "jógakennaranám 300 tímar".
Amarayoga býður einnig uppá styttri framhaldsnámskeið. Næsta námskeið verður í maí 2022 og er þjálfun fyrir hugleiðslukennslu. Skoðaðu nánar undur flipanum "viðbótarnám".
Skráning og nánari upplýsingar fer fram gegnum amarayoga@gmail.com


The pearl is in the oyster
And the oyster is
at the bottom of the sea
Dive deep.
- Kabir