ENGIR OPNIR T'IMAR VERÐA Í STÖÐINNI MEÐAN 2 METRA REGLAN ER Í GILDI. ALLIR T'IMAR FARA FRAM Í LOKUÐUM HÓPUM. ÞÚ FINNUR ALLT UM ÞÁ UNDIR "LOKAÐIR TÍMAR OG NÁMSKEIÐ."

Athugið að taflan getur breyst ef mæting ykkar breytist. Gildandi töflu er alltaf að finna hérna.

Mjúkt flæði eru tímar sem henta öllum, jafnt byrjendum sem þeim sem hafa stundað jóga lengi. Hérna fáum við góðar teygjur í ró og næði, kyrrum hugann og fáum góða slökun á eftir.

Áherslan er á kyrrð í huga og ró í líkama. Það er eitt af einkennum þessara tíma að leitt er með orðum eingöngu eins og mögulegt er og forðast að trufla flæði fólks á dýnunni. 

Kraftmeira flæði tímarnir innihalda fleiri styrkjandi stöður og meira flæði úr einni stöðu í aðra í takt við andardráttinn. Allir geta tekið þátt og farið gegnum flæðið á eigin forsendum.