top of page

Tímarnir okkar

CV4D7773.jpg
CV4D7761_edited.jpg

Opnir tímar:

Mjúkt flæði eru tímar sem henta öllum, jafnt byrjendum sem þeim sem hafa stundað jóga lengi. Hérna fáum við góðar teygjur í ró og næði, kyrrum hugann og fáum góða slökun á eftir.

Áherslan er á kyrrð í huga og ró í líkama. Það er eitt af einkennum þessara tíma að leitt er með orðum eingöngu eins og mögulegt er og forðast að trufla flæði fólks á dýnunni. 

Ásta María leiðir þessa tíma í hádeginu á mánudögum og miðvikudögum, kl 17:30 á mánudögum og miðvikudögum og kl 10:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Kraftmeira flæði tímarnir innihalda fleiri styrkjandi stöður og meira flæði úr einni stöðu í aðra í takt við andardráttinn. Allir geta tekið þátt og farið gegnum flæðið á eigin forsendum.

Berglind Gréta og Hrönn leiða þessa tíma á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30, og á laugadögum kl 11:00

Lokaðir hópar:

Jóga nidra er jógískur svefn, þar sem hugurinn er vakandi en líkaminn sofandi. Þetta merkir í raun djúp slökun. Í amstri dagsins í dag er alls ekki sjálfsagt að ná góðri slökun og algengt að ná ekki góðum svefni hverja nótt. Góður svefn er líkama og huga nauðsynlegur til að við njótum lífsins eins og okkur er ætlað. Jóga nidra hjálpar okkur að ná þeirri slökun sem við þurfum til að ná góðum svefni.

Tímarnir eru byggðir upp þannig að það er byrjað á mjúkum teygjuæfingum til að ná líkamlegri streitu í burtu svo við verðum tilbúin til að liggja í slökun seinni hluta tímans. Kennarinn leiðir okkur svo í gegnum slökunina.

María Margeirsdóttir leiðir þessa tíma á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00-21:00.

Næsta 8 skipta tímabil hefst 2. maí 2023.

Skráðu þig á amarayoga@gmail.com

Verð kr 18.000.-

Ef þú vilt bætast í hópinn eftir að tímabilið er farið af stað - að því gefnu að það sé laust pláss - greiðir þú fyrir þann tíma sem er eftir.

 

bottom of page