- amarayoga
Alls konar skrif um alls konar
Jæja, það er komið að því.
Ég, Ásta María, eigandi Amarayoga, ætla að fara að skrifa alls konar um alls konar.
Það verður bara að koma í ljós hvað ég á eftir að skrifa mikið um alls konar, stundum er viljinn meiri en tíminn sem er laus til framkvæmda. En það gerist ekki mikið ef ekki er lagt af stað.
Það sem er efst á baugi einmitt núna er að kennaranemarnir, hópurinn sem er búinn að vera með okkur í vetur, er við það að útskrifast. Um helgina klárast námið og við munum halda uppá tímamótin. Þessi stund er alltaf skemmtileg og spennandi, en líka smá tregablandin. Það er alltaf örlítill tregi þegar eitthvað sem hefur verið skemmtilegt endar. En svona er þetta. Þegar eitt endar hefst eitthvað annað og það verður spennandi að sjá hvert fuglarnir fljúga þetta vorið :)
