Verðskrá september 2019

Núna, meðan við berjumst við veiruna, þarf að skrá sig í lokaða hópa sem eru nógu fámennir til þess að við getum haldið 2 metrum á milli dýna. Það er því miður ekki hægt að "droppa" við. 

Það er hægt að byrja í hóp hvenær sem er, að því gefnu að við eigum laust pláss. Fyrsti tíminn er frír prufutími. Það kemur fram í Facebook færslu hvers dags hvort það sé laust pláss í viðkomandi tíma og þá geta þeir sem eiga 10 tíma kort haft samband og skráð sig. Annars er sjálfsagt að skipta þeim tímum sem eftir eru á 10 tíma korti uppí þátttöku í lokuðum hóp. 

Einn mánuður, ótakmörkuð mæting: kr. 13.500.-

Þrír mánuðir, ótakmörkuð mæting: kr. 32.000.-

10 tíma kort sem gildir í 3 mánuði: kr. 16.500.-

Stakur tími: kr. 2000.- (gildir uppí kort ef keypt er innan viku)

Hægt er að kaupa gjafakort, þú ræður gjöfinni. Það getur t.d. verið sniðugt að gefa þátttöku í námskeiði eða 10 tíma kort. Þú kemur með hugmyndina og við fyllum út gjafakortið.

Í Amarayoga gildir sama verðskrá fyrir alla. Við treystum okkur ekki til að gera uppá milli fólks eftir aldri eða störfum.

Ekki er tekið við greiðslukortum en hægt er að millifæra inná reikning stöðvarinnar. Skráðu þig í tíma á amarayoga@gmail.com og þú færð allar upplýsingar.

© 2012 AMARAYOGA

HAFA SAMBAND
Netfang: amarayoga@gmail.com
Sími: 691-1605

STAÐSETNING
Amarayoga
Strandgata 11
220 Hafnarfjörður

  • Facebook Clean Grey
  • Pinterest Clean Grey