UMGENGNISREGLUR VEGNA SÓTTVARNA, JANÚAR 2021
-
Ef þú hefur einhver einkenni frá öndunarvegi mætirðu ekki í tíma. Þetta gildir jafnvel þó þú vitir að um annað en Covid sé að ræða.
-
Grímuskylda gildir þar til þú hefur komið þér fyrir á dýnunni.
-
Búningsklefar eru lokaðir. Nauðsynlegt er að mæta í æfingafötunum innanklæða og hafa með sér tösku undir annan fatnað sem geymist við hlið dýnunnar í sal.
-
Virða skal 2 metra fjarlægðarregluna þegar gengið er inn, farið úr skóm og hendur sprittaðar. Þá er dýnu komið fyrir inna merkts ramma í sal. Hver og einn heldur sínum stað út námskeiðið/tímabilið.
-
Komið með eigin dýnur og annan útbúnað ef mögulegt er.
-
Eftir tíma eru lánsdýnur skildar eftir inní sal. Grímuskylda gildir þegar staðið er upp og gengið út. Virða skal 2 metra regluna á leiðinni út.
-
Vinsamlega forðist snertingu á leið inn og út. Kennari opnar og lokar dyrum. Snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega.
-
Athugið að ekki er heimilt að geyma einkaeigur á staðnum, hvorki dýnur né vatnsbrúsa.
-
SVO ÞETTA GENGUR SVONA FYRIR SIG:
-
Þú mætir ca 5 mín áður en tíminn hefst, með grímu á þér og í æfingafötunum innanklæða. Hafðu helst með þér allt sem þú notar í tímanum. Hægt er að fá lánaða dýnu og kubba ef nauðsynlegt er, en helst notum við okkar eigin.
-
Þú ferð úr skónum og sprittar hendur. Ferð svo beina leið inní sal, á merkta plássið þitt.
-
Þú ferð úr yfirfatnaði og geymir í tösku við hliðina á dýnunni þinni.
-
Þegar þú ert tilbúin/n sestu niður á dýnuna og mátt þá fjarlægja grímuna.
-
Eftir tímann sprittarðu hendurnar – það verður sprittbrúsi við dýnuna – setur upp grímuna og undirbýrð brottför. Svo yfirgefur sá salinn sem er næstur hurðinni og síðan koll af kolli. Kennari gefur merki.
-
Þú ferð í skóna og beint út. Það er óheimilt að dvelja í móttökunni.
Ef allir fara vandræðalaust eftir þessum reglum hættum við að taka eftir þeim og getum einbeitt okkur að því að eiga góða og endurnærandi jógastund saman 😊