300 tíma framhaldsnám

300 tíma framhaldsnám bætist ofaná 200 tíma grunnnám svo að eftir að jógakennari hefur bætt þessu framhaldi vð sig og kennt að auki 100 tíma getur hann skráð sig hjá Jógakennarafélagi Íslands sem RYT 500.
RYT stendur fyrir "registered yoga teacher" og þýðir að viðkomandi hefur fengið skráningu hjá vottunarfélagi eins og YAI, European Yoga Alliance eða JKFÍ. Jógaskólinn útskrifar nemann sem CYT sem stendur fyrir "certified yoga teacher."
Uppbygging á 300 klst framhaldsnámi
300 tíma framhaldsnám ofaná 200 tíma grunnnám.
Kennt er á 4 önnum og hægt að hefja nám og bætast í hópinn þegar ný önn hefst.
Hver önn er 75 tímar.
Á föstudögum er kennt kl 17:30-19:30 og á laugardögum og sunnudögum kl 9-17 með klukkutíma hádegishléi.
Verð fyrir hverja önn er kr. 100.000.-
Dagsetningar vorannar 2021:
15-17 janúar - Tantra
12-14 febrúar - Kennslutækni
12-14 mars - Anatomia. Hugleiðsla og heilinn.
16-18 apríl - Hatha Yoga Pradipika
7-9 maí - Hatha Yoga
21- 23 maí - Hatha Yoga
29 maí - Útskrift



