
Jógakennaranám 300 tímar - framhald

300 tíma framhaldsnám bætist ofaná 200 tíma grunnnám svo að eftir að jógakennari hefur bætt þessu framhaldi við sig og kennt að auki 100 tíma getur hann skráð sig hjá Jógakennarafélagi Íslands sem RYT 500.
Þetta er að líkindum síðasti veturinn sem kennslan verður með þessum hætti. Í framtíðinni mun námið verða samsett úr styttri námskeiðum.
Uppbygging á 300 klst framhaldsnámi
Kennt er á 2 vetrum, 4-5 helgar hverja önn.
Við skoðum Bhagavad Gíta og gildi þess fyrir jógann. Skoðum sútrur Patanjalis og gildi þeirra fyrir jógann. Við skoðum tantra hefðina og hatha yoga og hvernig þessar hefðir skila sér til dagsins í dag.
Þú munt læra um týpurnar þrjár í ayurveda og hvernig líkamsjóga hentar hverri týpu. Þú munt læra að byggja upp jógatíma sem stefna á ákveðnar stöður, hvernig námskeið eru sett saman og margt margt fleira.
Við förum dýpra í anatómíu og Rakel Dögg sjúkraþjálfarinn okkar kemur í heimsókn og ræðir um líkamann, jóga og meiðsli. Við skoðum grunnatriðin í Sanskrit og fáum smá orðaforða. Við skoðum hugleiðslu, jóga nídra og pranayama vel, æfum aðferðir og skoðum hvaða áhrif þær hafa á líkamann, sérstaklega heilann – sem er jú aðal stjórnstöðin okkar.
Ef þú vilt vera með, hafðu þá samband!
Allt kennsluefni er innifalið í verði.
Það er ekki ætlast til að þátttakendur æfi samtímis í stöðinni þar sem margir eru kennarar og ástunda annars staðar. Þátttakendur fá þó 50% afslátt af kortum stöðvarinnar meðan á námi stendur.
Á föstudögum er kennt kl 17:30-19:30 og á laugardögum og sunnudögum kl 9-17 með klukkutíma hádegishléi.
Dæmigerð helgi:
Föstudagur
17:30 Jóga
18:30 Asana og hvernig við getum aðstoðað
Laugardagur
9:00 Anatomia líkamskerfanna eða algeng meiðsli og hvað við getum gert
11:00 Jóga
12:00 Hádegishlé
13:00 Aðalefni helgarinnar, ýmis verkefni
16:00 Æfingakennsla
Sunnudagur
9:00 Æfingakennsla
10:00 Aðalefni helgarinnar, ýmis verkefni
12:00 Hádegishlé
13:00 Aðalefni helgarinnar, ýmis verkefni
16:00 Æfingakennsla
Verð fyrir önn fer eftir lengd annar, kr. 130.000.- 160.000.- Greitt er fyrir eina önn í senn, fyrir fyrstu kennsluhelgi. Skráningargjald er kr. 30.000.-, það er óafturkræft en dregst af heildarverði.
Þátttakendur fá 50% afslátt af kortum í stöðinni yfir námstímann.
Hægt er að hefja nám við upphaf hverrar annar, svo framarlega sem plássið leyfir.
Kennarar:
Ásta María Þórarinsdóttir, RYT500, eigandi Amarayoga, sér um stærsta hluta námsins
Íris Thorlacius Hauksdóttir, líffræðingur og jógakennari, sér um anatómíu líkamskerfanna
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari, sér um anatómíu stoðkerfisins
Vigdís Gunnarsdóttir, leikkona, sér um raddþjálfun
Ekki hika við að senda okkur línu á amarayoga@gmail.com ef þú hefur spurningar eða vilt nánari lýsingu.
Dagsetningar veturinn 2022 - 2023:
Haustönn 2022:
9-11 sept 2022
7-9 okt 2022
4-6 nóv 2022
2-4 des 2022
Efni: Kennslutækni, tantra: sagan og helstu atriði eins og chakra, mudra, nyasa, mantra, yantra, yagna og puja. Flóknari asana og hvernig við stefnum á toppstöður. Ónæmiskerfið ofl.
Verð fyrir önnina, sem greiðist fyrir fyrstu helgi, kr 130.000.-
Vorönn 2023:
20-22 jan
17-19 feb
17-19 mars
14-16 apríl
12-14 maí
Efni: Öndun og pranayama, loftskiptakerfið, raddþjálfun, jóga og meiðsli, hatha yoga: Hatha Yoga Pradipika og fleiri rit skoðuð, kriyas, bandha og granthi, hvað á gamla hatha sameiginlegt með jógatímum nútímans? Æfingakennsla.
Verð fyrir önnina, sem greiðist fyrir fyrstu helgi, kr. 160.000.-
Skráning og nánari upplýsingar á amarayoga@gmail.com




