Jógakennaranám 300 tímar - framhald

logi500.jpg
IMG_16981.jpg

300 tíma framhaldsnám bætist ofaná 200 tíma grunnnám svo að eftir að jógakennari hefur bætt þessu framhaldi við sig og kennt að auki 100 tíma getur hann skráð sig hjá Jógakennarafélagi Íslands sem RYT 500. 

RYT stendur fyrir "registered yoga teacher" og þýðir að viðkomandi hefur fengið skráningu hjá vottunarfélagi eins og YAI, European Yoga Alliance eða JKFÍ. Jógaskólinn útskrifar nemann sem CYT sem stendur fyrir "certified yoga teacher."

Uppbygging á 300 klst framhaldsnámi

Kennt er á 17 helgum, 4 helgar fyrstu önnina, 5 helgar aðra önnina og svo 4 helgar á síðustu tveimur önnunum. 

Við skoðum Bhagavad Gíta og gildi þess fyrir jógann. Skoðum sútrur Patanjalis og gildi þeirra fyrir jógann. Við skoðum tantra hefðina og hatha yoga og hvernig þessar hefðir skila sér til dagsins í dag.

Þú munt læra um týpurnar þrjár í ayurveda og hvernig líkamsjóga hentar hverri týpu. Þú munt læra að byggja upp jógatíma sem stefna á ákveðnar stöður, hvernig námskeið eru sett saman og margt margt fleira.

Við förum dýpra í anatómíu og Rakel Dögg sjúkraþjálfarinn okkar kemur í heimsókn og ræðir um líkamann, jóga og meiðsli.

Við skoðum hugleiðslu og pranayama vel, æfum aðferðir og skoðum hvaða áhrif þær hafa á líkamann, sérstaklega heilann – sem er jú aðal stjórnstöðin okkar.

Ef þú vilt vera með, hafðu þá samband!

Allt kennsluefni er innifalið í verði.

Á föstudögum er kennt kl 17:30-19:30 og á laugardögum og sunnudögum kl 9-17 með klukkutíma hádegishléi.

Verð fyrir önn 1, 3 og 4 er kr. 130.000.- en fyrir önn 2 kr. 160.000.- Greitt er fyrir eina önn í senn, fyrir fyrstu kennsluhelgi.

Ekki hika við að senda okkur línu á amarayoga@gmail.com ef þú hefur spurningar eða vilt nánari lýsingu.

Dagsetningar veturinn 2021-2022:

Haustönn

27-29 ágúst 2021

24-26 sept 2021

22-24 okt 2021

19-21 nóv 2021

Vorönn

28-30 jan 2022

25-27 feb 2022

25-27 mars 2022

22-24 apríl 2022

20-22 maí 2022

IMG_1724 1.jpg
Pincha1.jpg
Raddþjálfun 11.jpg