top of page

Hugleiðsla

Þó menn hafi stundað hugleiðslu í þúsundir ára hefur ástundunin líklega aldrei verið mikilvægari en í dag. Tæknin er orðin þannig að það er erfitt að losna undan því að upplýsingar dynji yfir okkur allan daginn, alla daga. Það er ómetanlegt að geta gefið sér örfáar mínútur daglega til að draga sig frá áreitinu og stilla sig á innri hlustun.

Byrjaðu rólega. Ekki gera of miklar kröfur. Ekki hugsa um hugleiðslu sem erfiða, leyfðu bara því sem gerist að gerast. Það mikilvægasta er að taka tímann frá, kannski bara 5 mínútur, en haltu regluseminni og ef mögulegt er, sestu í 5 mínútur daglega á sama tíma og á sama stað. 

Hérna eru nokkur dæmi um hvernig hægt er að hugleiða, en möguleikarnir eru endalausir og þú getur vel fundið þína eigin leið. Oft er gott að taka bara stöðu vitnisins og fylgjast með því hvernig hugurinn vill hugsa, ekki reyna að stöðva hann. Leyfðu því að koma sem vill koma, en þú er vitnið sem fylgist með, án þess að blanda þér í málið.

Gangi ykkur vel!

Pranayama 5 mín

Um japa mala

Japa mala hugleiðsla

Vipassana

Metta

Nokkur orð um nidra

Jóga nídra
 

Djúpslökun frá Nishala Joy Devi

bottom of page